Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 34
30
um þessum sveitum. Eg kann þeim öllum miklar þakk-
ir, er urðu við tilmælum mínum, og sendu mjer þessar
lýsingar. Eg vona að búnaðarritið geti flutt eittkvað
um þetta efni síðar. í fjarðasveitunum eru nokkrar
skógarleifar á einstöku stöðum, en fremur er þó lítið
um það.
Páll Melsteð sagnfræðingur kefur sagt mjer ýmis-
legt um búnaðarháttu og lifnaðarháttu í Fljótsdalshjer-
aði á þeim tíma, er hann var þar í æsku. Hann man
og greinilega hvernig skógarnir voru á Yöllunum. Hann
hefur sýnt mjer þá góðvild, að rita fyrir mig nokkrar
endurminningar frá æskuárum sínum um þetta efni.
Þeim sem kunnugir eru í Fljótsdalshjeraði mun þykja
fýsilegt að heyra hvað svo fróður og minnugur maður
segir þaðan frá þeim tíma, er hann var þar í æsku, því
að hann er svo gamall orðinn, að hann má muna lengra
en flestir menn aðrir. Eg læt því þessar endurminningar
hans koma hjer um leið og eg skil við Fljótsdalshjerað:
„Á æskuárum mínum ólst eg upp á Ketilsstöðum á
Völlum, frá því er eg kom þangað á 7. ári (1819) og
til þess er eg fór þaðan á 16. ári (1828) suður í Bessa-
staðaskóla. Eg tel ekki dvöl mína á Ketilsstöðum, þótt
eg kæmi þar eins og sumarfugl 1830 og 1833. Síðan
eg fór alfarinn að austan, eru því liðin 66 ár, og má
nærri geta, að eg nú á níræðisaldri sje farinn að gleyma
ýmsu því, er fyrir mig bar á þeirn unglingsaldri; eg
sleppi því hér að segja frá sumu, en það, sem eg þyk-
ist muna áreiðanlega, það set eg hjer. Örnefna í Ketils-
staðalandi get eg nokkurra, til þess að þeir, sem þar
eru kunnugir, geti borið saman það sem eg segi við
það sem nú er.
Það man eg, að þá voru Ketilsstaðir allgóð skógar-