Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 35
31
jörð. Á flestum ásum og sunnan í flestum holtum neð-
an frá bæ og upp undir fjall var nokkur skðgur. Eg
tek til dæmis holtin fyrir ofan „Kinnina“ og fyrir ofan
„Folaldakofatúnið“. Par voru margir skógarrunnar,
þótt eigi væri þeir hávaxnir, og alt var það hrís krækl-
ótt. í ásnum út og upp af „Löngutjörn“ gerði eg til
kola eitt sumar, og þóttist meiri maður eptir en áður.
Á „Gerðisásnum“ fyrir ofan „Gortjarnir“ var allgóður
kolskógur, en eigi fjekkst þar raptviður. Fyrir ofan
„Gerðisásinu“ var allbreitt mýrarsund; það hjet „Q-erð-
isblá“; var syðri hluti þess þakinn fjalldrapa. Fyrir
ofan „blána“ tók fjallið við, og þar fyrst byrjaði aðal-
skógurinn (Ketilsstaðaskógur). Sá skógur þakti fjallið að
neðanverðu utan frá „Urðarselslæk“ fram að „Beiná",
og náði upp undir „Einstigshjallau, og upp á móts við
„Kollumel". Á Einstigshjalla var enginn skógur og lield-
ur ekki uppi í „Flatafjalli“, enþar óx gráviður, og þar
var ágætt beitiland fyrir sauðfje. Skógurinn í Ketils-
staðafjalli var nægur kolskógur, en raptviður fór mink-
andi.
Eg ætla það muni eigi ofhermt, þótt eg segi, að
meðferð á skógi, bæði á Ketilsstöðum og öðrum bæjum
þar í sveit, hafi verið alveg gagnstæð því er vera átti.
Menn gengu í skóginn og hjuggu hann þar og þannig
sem kverjum sýndist, þekkingarlaust, hugsunarlaust og
jafnvel kærulaust. Á stórum heimilum eins og var á
Ketilsstöðum — þar var optast um 30 manns, en flest
sem eg man 36 manns í keimili — var mikill skógur
höggvinn á ári hverju, til eldiviðar, til kolagerðar, til
varnar um hey í fjárhústóttum áður en heyhlöður fóru
að tíðkast. Talsverður birkiviður var einnig hafður til
ýmsra búshluta t. d. heymeisa, taðkláfa, torfkróka,