Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 36
32
rokka1. Eg sá varla útlendan rokk á Austurlandi. M6-
skurður var til, en ekki teljandi.
Að skógurinn var meiri í Ketilsstaðafjalli, en niður
um láglendið, kom eflaust af því, að láglendið var nær
bænum, og þar var fjenu beitt á vetrum, en ekki í fjall-
ið, sem lengra var burt; þó kvíánum væri á sumrum
haldið uppi í skóginum, gerði það honum lítinn sem
engan skaða; ærnar bitu grasið en ekki skóginn. En
á vetrum er allt öðru máli að gegna; þegar fjeð nær
ekki í grasið, bítur það og nagar hrísiurnar, sem upp
úr snjónum standa.
Faðir minn vildi aldrei hafa margt sauðfje, heldur
fara vel með það, sem hann hafði, og sami mun hafa
verið hugur flestra bænda þar eystra. Eg má fullyrða
að faðir minn átti aldrei full 400 fjár þegar flest var,
áður en farið var að skera á haustin. Mjer hefur verið
sagt — eg ábyrgist eigi að það sje satt — að þeir
sem eptir föður minn hafa búið á Ketilsstöðum, hafi haft
þar helmingi fleira fje en hann hafði, og er þá eigi ó-
líklegt, að skógurinn hafl fengið að kenna á þeim fjár-
fjölda, þegar jarðlítið var á vetrum.
Á dögum Pjeturs sýslumanns Þorstcinssonar, er bjó
á Ketilsstöðum á síðara hluta 18. aldar (ý 1795), hefur
skógur verið þar víðar í landi, og eflaust meiri on í
föður míns tið (1816—1835). Eg heyrði sagt, að á dög-
um Pjeturs sýslumanns hefði verið mikill skógur á
„Stangarási“ svo nefndum; haun er fyrir utan „Unulæk“,
út með „Lagarfljóti“. Af þeim Stangarási var allur
skógur horfinn þá er eg var á Ketilsstöðum. Skemma
var ein þar á bæ frá dögum Pjeturs með árepti af
') Jön lijet maður; hann bjö á Yíðistöðum á Útinannasveit,
rennismiður mikill; sagt var, að hann hefði smíðað um 900 rokka,
og selt hvern á 1 spesíu = 4 krónur.