Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 37
33
birkiviði, mjög löngum lurkum, er sumir náðu — minn-
ir mig — neðan af vegglægju upp á mæniás, og var
húsið fremur háreist. Sagt var að sá viður væri allur
utan af Stangarási. Uppi á „Kinninni“ stóð gamali kiðu-
kofl, og Ijet faðir minn rífa hann. Mæniásinn í þeim
kofa var af birkivið, og mældi eg hann, og reyndist
hann vera 9 álna lángur; í gildari endann hjer um bil
16—18 þumlunga að ummáli; sögðu sumir hann vera
af Stangarásnum, sumir úr Hallormsstaðaskógi. Eg læt
ósagt hvort sannara er.
Það sem eg nú hef sagt um skóginn á Ketilsstöð-
um, hygg eg megi segja um skóga á öðrum jörðum í
Vallasveit milli „Eyvindarár" og „Gilsár". í Eiða-
þingá var talsverður skógur: á Eiðum, Miðhúsum og
Dalhúsum. Inn á Eyvindarárdalnum var einnig skógur
sumstaðar, t. d. í „Hnútunni"; þar hafði faðir minn sel-
stöðu við „Köldukvísl“, og brú á ánni. Austanvert í
dalnum var skógur, eg hygg nálægt Þuríðarstöðum,
(sem þá var í eyði —); þar gerðu húskarlar sjera Gutt-
orms Pálssonar í Vallanesi tilkola; mun Vallaueskirkja
hafa átt þar ítak. Eigi miunist eg þess, að skógur
væri úti í Hjaltastaðaþinghá, eða úti í Tungu; þó má
vera að svo hafi verið. í Fellum var skógur utarlega,
t. d. á Ekkjufelli, Urriðavatni, Ekkjufellsseli. í „Skrið-
dal“ man eg eptir skógi í „Stóra- og Litla-Sandfelli“,
en þori eigi að fullyrða um fleiri jarðir. Hallormsstaða-
skógur bar þá langt af öllum skógi þar eystra; þómun
hann hafa vaxið mjög mikið siðan. í tíð sjera Gunn-
laugs Þórðarsonar, er lifði þá er eg fór í skóla, bar
svo til eiun harðau vetur — eg ætla nálægt 1823 eða
1824 — að rekin voru mörg liundruð fjár utan af hjer-
aði upp í „Skóga“, einkum að Hallormsstað; lifði allur
Búnafiarrlt VIII.
3