Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 38
84
sá fjárfjöldi eingöngu á skóginum, og má nærri geta
hver áhrif slíkt hefur haft á hann.
Um túnarœht og engja er það helzt að segja —
eg tala um Yallasveit — að um engjar var ekki hirt
annað en það, að þær voru varðar fyrir gripa ágangi
þegar fram á leið vorið. Ketilsstaða og Eyjólfsstaðanes
(engjar) var hreinsað á vorin, þar sem „Grímsá“ hafði
borið á möl eða leir. Ketilsstaðanes var ekki grasgefið,
en gott heyfall. Á bökkum með Grímsá var nóg af
víðilaufi, og úti í „Víðum“ fyrir utan „Silungakíl“
voru stórir víðirunnar, og þar var fjenu beitt á haustin,
en þar voru Jitlar sem engar slægjur. Vallanesið mun
verið hafa langmesta slægjujörðin þar í sveit, og bar
það stundum við, að bændur úr sveitinni fengu slægjur
hjá prestinum þar, meiri eða minni. Það minnir mig
og, að einn harðan vetur væri þangað rekin til haga-
göngu 80 hross. Enginn maður nefndi á nafn að veita
vatni á tún eða engjar til grasaukningar. Eg heyrði
löngu seinna (milli 1840—1850), að þeir Gísli Hjálm-
arsson, hinn nafnkendi læknir, og Guttormur Vigfússon
alþingismaður á Arneiðarstöðum, hefðu manna fyrstir
byrjað á vatnfiveitingum þar eystra. Tún voru lítil um-
máls, en vel á þau borið, og víða voru þau grasgefin;
túngarðar sáust ekki. Á Ketilsstöðum var garður að
eins um „Kinnina" norðan og austan; eigi var liann
gripheldur, og allra garða ljótastur. Af túninu á Ket-
ilsstöðum fengust eitt sumar þvínær 300 hestar töðu af
dragbandi. Kýr voru þar aldrei færri en 10 og aldrei
fleiri en 14; færri á öðrum bæjum nema í Vallanesi.
Þúfnasljettun minnist eg eigi að liafa heyrt nefnda fyr
en hjer á Suðurlandi.
Gangandi fje (kýr, hestar, kindur) var ekki margt
hjá bændum, en farið vel með allar skepnur, enda gerðu