Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 39
35
þær gott gagn; einkum var farið vel með lömb og alt
ungviði. Sumir góðir fjárbændur höfðu aldrei yngri
hrúta en tvævetra til ánna, tii þess, sögðu þeir, að kom-
ast hjá höfuðsótt (vanka) í sauðfje. Smalamenn fylgdu
fjenu (stóðu yfir) í haga á vetrardegi, og mokuðu ofan
af fyrir því, þegar snjór var mikill eða illa gerður.
Sauðir voru hafðir annars staðar en ær. Sauðfje var ekki
stórt vexti í Yallasveit, en allvænt á liold og mör.
Sauðir föður míns skárust opt með 2 fjórðungum, og það
á tvo mörva, sauðarfallið nálægt 6 fjórðungum að með-
altali. Hafði faðir minn bætt fjárkyn sitt með hrútum
frá Brú og Hákonarstöðnm á Jökuldal. Sauðir úr þeirri
sveit voru stærri en á Völlum. Stærstan sauð sá eg
frá Birni bónda á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð.1 Aðrir
sauðir af Jöknldal, er föður mínum voru sendir í þing-
gjöld það sama haust, náðu þeim sauð á miðjar síður.
Fallið af honum var um 9 fjórðunga, en mörinn um 2
fjórðunga; hann var eigi feitur að sjá á fæti. Þrovetrir
sauðir voru þá venjulega seldir og keyptir á 2 spesíur,
er nú jafngildir 8 krónum. Sauðarkrof var alment
selt fyrir 1 krónu forna, er nú samsvarar hjer um bil
2>kr. 25 aurum.
Tövinna var mikil þar á Völlunum, bæði prjónað og
ofið, en lítið um ljereft, klæði og ýmsan útlendan varn-
ing. . Hjá foreldrum mínum voru einn vetur, eða rjett-
ara sagt á 9 mánuðum, ofnar 800 álnir einskeptu og
vaðmála; það vissi eg þar mest ofið.
Menn lifðu þá alment eystra, bæði til sjós og sveita,
við innlenda, óbrotna og heilnæma fæðu; kaffi var þá
óvíða til á bæjum.2 Faðir minn keypti um þær mundir
*) Björn þeBSÍ var faðir Stefáns sýslumanns í Gerðiskoti og
þeirra systkina, en stjúpi Magnúsar Eirikssonar. S. E.
2) Því til sönnunar got eg þess, að sumarið 1830 gisti eg ú
3»