Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 41
37
stöðum og norður í Kelduhverfið. Það eru sandar og
brunahraun; þar sjest nálega enginn gróður, nema ein-
stöku meltoppar á sandinum. Það var lygnt og bjart
veður, þá er eg fór um þessar stöðvar; þar drotnaði
dauðaþögn og grafarkyrð; ekkert fuglskvak heyrðist,
engin rödd rauf þögnina, nema þá er leiðin lá svo
nærri Jökulsá, að árniðurinn heyrðist, en það hljóð var
sem þungar helstunur eða náhljóð úr gröfum dauðra
manna. Það er sem dauðinn sje einvaldskonungur á
þessum stöðvum, en þó er landið svipmikið yfir að líta,
og að mörgu fagurt. Þá er lengra kemur norður eptir,
heyrist einhver undrarödd, er lirópar á eyðimörkinni.
Hljóðöldurnar berast þyngri og þyngri að eyranu eptir
því sem nær kemur; það má lieyra að hljóðið kemur
einhverstaðar frá Jökulsárgljúfrunum. Það er sem ógur-
legur jötunn búi þar eiuhverstaðar, og kveði Andra-
rímur við raust. Eg fór nær og nær, og gekk á hljóðið
frant á gljúfurbarminn. Þá sá eg hvað olli þessu uudra-
hljóði. Það er Dettifoss, er kveður þar sama kvæðið nætur
og daga, ár og aldir. Jökulsá steypist þar fram af kletta-
brúninni niður í hyldjúpt gljúfrið. Vatnssúlan fellur niður
í gljúfrið kolmórauð og tröllsleg sýuum. Síðan veltast
öldurnar nábleikar fram eptir gljúfurbotninum. Það er
sem Jökulsá liggi þar í fjörbrotum eptir fallið. Vatns-
mökkurinn fyllir gljúfrið, og leggur hann þaðan hátt í
lopt upp. Sólgeislarnir brotna í vatnsdropunum. Lit-
geislabaugurinn myndar lieilan og óslitinn hring; liggur
ur annar helmingur hans niður í gljúfrið, en hinn rís
í lopt upp, og myndar bogabrú millum klettabrúnanna
fyrir framan fossinn.1 Dettifoss er einn hinna hrika-
*) Fleiri fosBftr allmiklir eru í JökulBá á þessum stöðvum, on
DottifoBB or mestur þeirra allra.