Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 42
38
legustu fossa í Norðurálfunni, og öllum fossum meiri
hjer á landi.
E>á er kemur norður undir bygðina fer eyðimerkur-
svipurinn að hverfa, og norður undir Svinadal er landið
orðið blómlegt og mjög frítt.
Kelduhverfið hefur verið mjög skógi vaxið til forna,
og sumstaðar hafa þar verið stórvaxnir skógar til
skamms tíma. Á flestum jörðum vex þar enn smákjarr,
svo sem í Ási, á Meiðavöllum, Tóvegg, Undirvegg, Keldu-
nesi og víðar. Á einum stað í Kelduhverfinu er enn
allstórvaxinn skógur, en það er í Ásbyrgi. Þessi merki-
legu og einkennilegu klettagöng eru víða vaxin stór-
vöxnum skógi, en mjög er sá skógur í hnignun. Öll
stóru trjen eru gömul og flest á fallanda fæti. Ung-
viðið er kræklótt og þroskalítið; er það mest vegna fjár-
beitar, og svo vegna þess, að skógurinn hefur verið
höggvinn svo illa, að fúi hefur komizt í rætur höggnu
trjánna áður en hinar ungu plöntur, er vaxið hafa upp
af þessum rótum, hafa losnað frá þeim; en þá er svo
er komið, geta hin ungu trje eigi þrifizt vel. Ásbyrgi
heyrir til jörðinni Byrgi að mestu Ieyti, en lítill hluti
þess heyrir til Moiðavöllum. í þeim hlutanum, er Meiða-
völlum heyrir til, sýnist vera nokkur lífskraptur í skóg-
inum, en þar hefur hann auðsjáanlega verið höggvinn
mest og verst á síðustu árum. Mikið dauðamark er að
vísu á skóginum í Ásbyrgi, en eigi er örvænt, að hann
lifni við aptur, þjettist og fái nýjan þroska, ef honum
er hlíft við beit, og alls ekkert höggvinn um langan
tíma. Það er vonanda, að allir, sem hlut eiga að máli,
vilji styðja að því að vernda þenna skóg, því að hann
eykur mjög hina frábæru og eiukennilegu fegurð í Ás-
byrgi.
Sumstaðar hafa verið stórvaxnir skógar í Keldu-