Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 43
39
hverfinu til skamms tíma. I Ási var allstórvaxinn skóg-
ur fram á daga þeirra manna, er enn lifa. Erlendur
bóndi Gottskálksson, er nú býr í Ási, sagði mjer til
marks um hversu Ásskógur hefði verið stórvaxinn fyrr-
um, að Þorkell Vernharðsson, faðir sjera Jóhanns dóm-
kirkjuprests, hefði einu sinni fengið að höggva rapt í
Ásskógi hjá Hallgrími tengdaföður sínum. Þorkell bjó
þá í Víðikeri i Bárðardal. Hann flutti raptinn keirn
til sín, og ljet bóndann á Mýri fá nokkuð af honum.
Fyrir nokkrum árum voru stoðir af þessum raptvið í
fjárhúsum á Mýri. Þessar stoðir voru um 5 þural. í
þvermál, en eigi mundi Erlendur hversu langar þær
hefðu verið, en hefðu þó líklega verið hjer um bil 2’/a
alin. Þetta sagði Erlendur að Jón á íshóli, sonur Þor-
kels, hefði sagt sjer.
í máldögum er sagt að Reykjahlíðarkirkja eigi
rapthögg í Ásskógi. í jarðabók Árna Magnússonar er
sagt að kirkjan eigi þar „100 rapta högg, en ekki hef-
ur það brúkast í manna minni“. Um Asskóg er svo
sagt í jarðabókinni: „Skógur til raptviðar, eldiviðar og
kolgerðar nægur; brúkast og til bússnauðsynja; feyskist
mjög, og er að falli kominn“. Það má ætla, að Ás-
skógur hafi verið mikill og stórvaxinn skógur um þess-
ar mundir, þar sem jarðabókin segir að þar sje nægur
skógur tii raptviðar, þvi að slíkan vitnisburð fá eigi
nema mestu og beztu skógar. Um skóginn í Ásbyrgi
er svo sagt, að þar sje „skógur til raptviðar bjarglegur,
en til kolgerðar og eldiviðar nægur“.
Jarðabókin telur einnig raptskóg á Undirvegg, Tó-
vegg, Hæringsstöðum og Meiðavöilum. Á Fjölium og
Auðbjargarstöðum er sagt að sje „nægur skógur til kol-
gerðar og eldiviðar“. Um Víkingavatn og Sultir er svo
sagt, að þar sje „skógur til kolgerðar og eldiviðar næg-