Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 44
40
ur, en feyskist mjög“. í Garði er sagt að sje „skðgur
til kolgerðar í heiðinni bjarglegur, en að mestu eyddur
í búfjárhögum“. í Keldunesi og Kelduneskoti er sagt
að sje „nægur skógur til kolgerðar og eldiviðar.“ Auk
þess er talinn skógur til eldiviðar á Bangastöðum, Austur-
garði, Krossdal, Hóli, Ingveldarstöðum og Ingjaldsstöðum.1
Pótt enn sje nokkrar skógarleifar eptir í Keldu-
hverfinu, er það þó lítið hjá því sem verið hefur. Gaml-
ir fauskar og rætur eru enn til vitnis um það. Það
hefur verið fagurt í Kelduhverfinu fyrrum, er skógur-
inn var þar í blóma. Par má víða sjá minjar um
horfna fegurð. Ymsar sagnir ganga þar um skógana
fyrrum og eyðileggingu þeirra, en allir góðir menn
minnast með söknuði á skógana, er nú eru horfnir.
Pað er fagurt ævintýr, er gengur í Kelduhverfinu, um
runn einn mikinn, er óx undir kletti skamt frá Vik-
ingavatni. Smalinn á Sultum átti þar leið um daglega,
er hann rak kýrnar; var það siður hans að rífa hríslu
úr runninum í hvert sinn, er liann vantaði keyri á
kýrnar. Að lokum fór svo, að runnurinn eyðilagðist
með öllu. Nokkru síðar fjekk smalinn undarlegan sjúk-
dóm, er leiddi hann til bana; töldu menn þetta refsi
dóm fvrir það, að hann hafði eyðilagt runninn, því að
huldufólkið í klettinum átti runninn, eg þótti því mikill
sjónarsviptir að honum, sem vonlegt var. Nokkru eptir
að runnurinn eyðilagðist, var maður nokkur á gangi
þar sem runnurinn hafði verið áður; heyrði hann þá
kveðið grátklökkri rödd í klettinum:
Paðir minn átti fagurt land,
sem margur grætur,
því ber eg hrygð í hjarta mjer
um daga og nætur.2
’) IngjaldBstaðir lögðust í eyði á ofanverðri 18. öld.
2) Smh. Huld III, bls, öö.