Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 45
41
Menn hafa mjög spilt gæðum landsins og fegurð
í hugsunarleysi og skammsýni, en aldrei hefur þó
blindniu orðið svo rík, að eigi hafi einhvers staðar vakað
og lifað eðlileg gremja gegn slíku athæfi. Ávalt verður
eitthvað til að ámæla þeim er eyðileggingunni valda,
og bera sakir á þá. Huldar vættir gægjast fram úr
klettum og steinum, og kveða harmsöngva um horfna
fegurð. Það er sem steinarnir tali þá er mennirnir þegja.
Eg hafði ætlað að skoða skógana í Axarfjarðar-
sveitinni, en tíminn var orðinn naumur, og eg þóttist
þurfa að meta annað meira. Eptir því sem kunnugir
menn sögðu mjer, má segja hið sama um Axarfjarðar-
sveitina sem Kelduhverfið, að þar eru nokkrir skóg-
ar nálega á hverri jörð, eu hvergi er þar stórvaxinn
skógur nema á Skinnastöðum og Akri; á Ferjubakka
er og allmikill skógur, en þó er sagt, að skóginum á
þessum jörðum hafi mjög hnignað á síðari tímum. Það
ganga miklar sögur af því, að skógurinn á Skinna-
stöðum og Akri hafi verið mjög stórvaxinn og blóm-
legur fyrrum. Eg set hjer það sem sagt er um skóg-
ana í þessari sveit í jarðabók Árna, til þess að þeir
sem kunnugir eru í sveitinni geti borið þá lýsingu saman
við skógana þar, svo sem þeir eru nú:
Austaraland; „skógur til raptviðar hefur verið
bjarglegur, en er að mestu afiallinn fyrir feyskju; samt
er hann til kolgerðar og eldiviðar nægur, og brúkar
ábúandi (hann) sér til gagnsmuna svo sem hann fær
viðkomid“.1 Um Vestaraland er sagt, að það hafi verið
í eyði næstu 13 ár, þá er jarðabókin var gerð (1712),
*) Þessi lýsing á meðferð skógarins or eptirtoktaverð; hún
sýnir svo sem margt annað, hversu það hefur legið fjarri hugsun
manna og tilfinning, að telja sjer skylt að ala öun fyrir skógunuin
og vernda þá; það þykir svo sem eðlilegt og sjálfsagt, að ábúand-