Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 47
43
öndverðri þessari öld en hann er nú; þó hefur honum
eigi hnignað á síðustu árum. Vestan í Garðshnúk í
Rauðaskriðulandi eru enn litlar skógarleifar. Rauða-
skriða er í Skriðuhverfi. Páll Jóakimsson, er eg hefi
fengið ýmsar upplýsinger frá um skógana í Aðaldal,
segir að allmargar sagnir sjeu til um skóga á þessum
stöðvum, er nú sje horfnir, en einkum hafi þessir
horfnu skógar verið í Rauðuskriðu, Sílalæk og Nesi.
í jarðabók Árna er skógunum á þessum stöðvum
lýst svo: í Sltriðu: „skógur til kolgerðar að mestu
eyddur, en til eldiviðar bjarglegur“. Hellum: „skógur
til eldiviðar mjög feyskinn11. Hraunkoti: „skógur til
kolgerðar að mestu eyddur fyrir feyskju, en til eldiviðar
nægur“. Sandi: „skógur tíl eldiviðar smáfenginn".
Sílalwk: „skógur til eldiviðar feyskinn; eyðist mjög“.
Knútsstöðum: „skógur til eldiviðar nægur“. Tjörn;
„skógur til eldiviðar bjarglegur; eyðist mjög“. Nesi:
„skógur til kolgerðar og eldiviðar bjarglegur; eyðist
mjög fyrir feyskju“. Jarðabókin segir að Núpar eigi
skóg „í hraunum og björgum fyrir vestan Laxá“, og
þar sje „nægur skógur til kolgerðar og eldiviðar“.
Múla: „skógur til kolgerðar að mestu eyddur, bæði
fyrir brúkun og feyskju, en til eldiviðar nægur“.
Inn frá Aðaldal gengur Laxárdalur og Reykjadalur.
Eg kom eigi í Laxárdal, en Matthias prestur Eggertsson
á Helgastöðum skrifar mjer svo um hann: „í Laxárdal
eru skógarleifar á nokkrum stöðum, svo sem í Ljóts-
staðalandi, vestanvert í dalnum ofarlega. Yzt í dalnum
austanverðum, í Presthvammslandi, er ofurlítið skógar-
kjarr, sem fremur hefur vaxið á síðustu árum, enda er
þar nokkurt skjól, og hefur eigi verið beitt til muna.
Enn fremur eru ofurlitlar skógarleifar í Hólalandi,
austanvert í miðjum dalnum. Það má sjá ljós merki