Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 48
44
þess, að Laxárdalur hefur verið vaxinn stórum skógi.
Um allan daiinn, þar sem nú sjest enginn vottur um
skóg, eru afargamlar stórar kolagrafir eins og litiar tóttir,
og má víða sjá moldarhauginn grasgróinn hjá gröfinni.
Sje leitað í þessum gryfjum má finna leifar af stórura
kolum. Uppi í hárri fjallsbrún, sem nú er orðin ber og
blásin og blasir við illviðrum, fanst fyrir nokkrum
árum gömul kolagröf með kolunum i; voru þau svo
stórgerð, að þar hlýtur að hafa verið stór skógur. Má
nærri geta, hvernig hlíðarnar fyrir neðan hafa verið,
þar sem nóg var skjól“.
Jarðabók Árna nefnir skóg á þessum jörðum í
Laxárdal: Birningsstöðum, Halldórsstöðum, Þverá, Auðn-
um, Ljótsstöðum, Brettingsstöðum, Hólakoti, Hamri,
Hólum og Kasthvammi.
Reykjadalur hefur verið mjög skógi vaxinn fyrrum,
og hefur þá verið blómleg og fögur sveit. í Landnámu
er svo sagt um Náttfara, að hann „eignaði sér Eeykja-
dal ok hafði merkt á viðum".1 Nú eru engir skógar í
Reykjadal svo teljandi sje, nema Vatnshlíðarskógur, og
er hann þó smávaxinn. Hann er yzt í Reykjadal, og
heyrir til jörðunum Fagranesi og Halldórsstöðum. Smá-
kjarr er í Narfastaðalandi inst í dalnum vestanverðum.
Enn er og lítið smákjarr vestan í Fljótsheiði í landi
Einarsstaða og Helgastaða. E»ar hefur verið stóvaxinn
skógur áður. Svo er að sjá sem allstórvaxinn skógur
hafi enn verið í Einarsstaðalandi 1712, því að jarða-
bókin segir að þar sje „skógur til raptviðar bjarglegur“.
Skógum í Reykjadal er svo lýst í jarðabók Árna: Á
Helgastödum er „skógur til kolgerðar og eldiviðar bjarglegur
’) Landn. n., 19. kap. Það mun hafa vorið títt í fornöld, að
landamörk væru miðuð við einatök birkitrje. í fornum lögum er
gert ráð fyrir „merkibjörkum“ (smb. Grágáa, Kh. 1852, II 110).