Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 49
46
í heimalandi fyrir vestan Fljótsheiði, nálægt Fossseli;
brúkast lítt til eldiviðar, því erfitt þykir yfir heiðina".
Fossséli: „skógur til kolgerðar og eldiviðar nægur“.
Hömrum: „skógur í heimalandi fyrir vestan Fljótsheiði
til kola og eldiviðar“. Qlaumbæ: „skógur til kola og
eldiviðar bjarglegur“. Einarsstöðum: „skógur til rapt-
viðar bjarglegur, og til eldiviðar nægur. Hann liggur
fyrir vestan Fljótsheiði, en þó í heimalandi". Um Kví-
indisdal er svo sagt: „Ábúandinn brúkar skóg tollfrí í
Einarsstaðaskógi til búsnauðsynja“. Um Stórulaugar
er svo sagt: „Skógarpart takmarkaðan á jörðin fyrir
vestan Fljótsheiði, sem Laugaflelci kallast, og meinast
liggja í Helgastaðalandi. Sá skógur er mjög fallinn og
varla til koigerðar nýtilegur“. Á Hólum er sagt að sje
„rifhrís til eldiviðar“. Narfastöðum og Stafni: „skógur
til kolgerðar að mestu eyddur, en til eldiviðar bjarg-
legur“. Halldórsstöðum: „skógur til eldiviðar bjarg-
legur, er þó að falli kominn“. Fagranesi: „skógur til
eldiviðar enn þá bjarglegur; feyskist mjög og fellur“.
Víða er blómlegt land og fagurt í Aðaldal og
Reykjadal, en þó er efnahagur bænda þar eigi með
miklum blóma. Eigi að síður muu þó hagur manna í
þessum sveitum nokkuð hafa batnað á síðustu árum,
og uú mun vera svo komið, að efnahagurinn sje eigi
miklu lakari þar en í Mývatnssveit og Bárðardal. Um
langan aldur fór það orð af Reykjadal, að fátækt og
aumingjaskapur lægi þar í landi, og mörgum hefur
legið illa orð til Reykjadals, þótt undarlegt megi heita
um svo fagra sveit. Svo kvað Staðarhóls-Páll:
Rú þig, Bpú þig, Reykjadalur,
rotin hundaknúta.1
Staðarhóla-Páll bjó um tíma í Reykjadal á Helgastöðum eða
Einarsstöðum.