Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 50
46
Svo kvað Látra-Björg:
Reykjadalur er sultarsveit,
sjest bann opt með fönnum;
ofaukið or í þann reit
öllum góðum mönnum.1
Svo er sagt, að Jón bóndi Sigurðsson á Lundar-
brekku, afi Hermanus skólastjóra á Hólum, hafi ein-
hvern tíma kveðið svo að orði um Reykdæli: „Peir
eru svo horaðir á vorin, að það má lesa grísku í gegn-
um þá“. Nú eru Reykdælir eigi minni fyrir sjer en
nágrannar þeirra, og fyrir því lætur sjer nú enginn
sæma að gera gys að þeim.
Kaldahinn eða Kinn er, svo sem kunnugt er,
austan í fjallgarði þeim, er gengur fram með Skjálfanda-
flóa að veBtan. Eg kom eigi í þessa sveit, en eg hef
fengið skiiríka iýsingu á henni frá Sigurði bónda Jóns-
syni á Yztafelli, bróður Árna prófasts á Skútusöðum.
Um skóginn í sveitinni skrifar hann mjer á þessa leið:
„Kinnarfell mun vera alt að 2 mílum á lengd.
Austan í því eru dældir tvær eða sveigar í hlíðina,
en bunga á millum um Barnafell. Nyrðri sveigurinn
er mun lengri en hinn syðri. í báðum þessum sveigum
er skógur. í syðra sveignum er skógurinn að eins á
litlu svæði. Hann er allur í laudeign Fremstafells; sú
jörð er þjóðeign. Bærinn stendur austan í syðra enda
Kinnarfells, en skógurinn er nokkurn kipp norður frá
bænum, þó eigi lengra en svo, að hægt er að beita
sauðfje í hann að heiman. Skógurinn er víðast krækl-
') Látra-Björg kvað eitthvað um flestar eða allar sveitir í
Þingeyjarsýslu. Um Sljettuna kvað hún þessa vísu:
Sljotta er bæði löng og Ijót,
leitun er á verri sveit,
hver sem á henni feBtir fót
fordæmingar hittir reit.