Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 51
47
óttur, og hríslurnar um 2—21/,) al. á hæð. í þau 30
ár, sem eg hefi þekt til þessa skógar, sýnist mjer
hann hafa nokkurn veginn staðið í stað, en þó heldur
rýrnað. Talsverðar likur eru til að Fremstafellsskógur
hafl fyrrum náð yfir allan sveiginn norður undir bung-
una hjá Barnafelli, en smáeyðst og verið uppetinn á
báða bóga. Landslag sýnist vera hentugt fyrir skóg á
stærra svæði en nú er hann á, enda er svo sagt, að
Ljósavatnskirkja eigi „skógarhögg í Barnafellslandi, en
hrís þegar skóg þrýtur“. Nú sjest enginn vottur um
skóg í Barnafellslandi.
í nyrðra sveignum eiga þessar jarðir land: Fellsel
syðst, þá Yztafell, Hóll og Hólsgerði. Land Fellsels
er Iítið og því nær skóglaust. Likt er og Hólsgerðis-
landi varið. Mest land og skóg á Yztafell, og Hóll
töluvert. Skógurinn í sveignum nær víðast meir en
upp í mitt fellið, upp að hinum efri og brattari hlíðum.
Hann nær yfir á að gizka ®/5 úr mílu að lengd. Mest-
ur og beztur er Yztafellsskógur („Feilsskógur"); hann
er víðast hvar beinvaxinn, en fremur grannvaxinn,
hríslnrnar um 2%—5 álnir á hæð. Hólsskógur er
lægri og grennri, enda hefur hann verið meira notaður,
og opt hefur skipt um búendur á Hóli. Fellsskógur
var stórlega skemdur fyrir 25 árum, því að þá var í
harðindum höggvið mikið af limi ofan af stofnunum.
Fljótt kom nýgræðingur í Ijós aptur, og skógurinn
hefur síðan verið í framför, og eru nú víða komnar
álitlegar nýjar kríslur, sem þróast árlega. Aldrei er fje
beitt í skóginn, og aldrei höggvinn ungskógur; skógur-
inn er og lítið notaður nema til tróðs, og þó eigi mikið.
Þóroddsstaðarkirkja á örmjóa skógarræmu neðan við
reiðgötu, sem liggur eptir fljótsbakkanum. Þar er eng-
inn gamail skógur nú, en álitlegur nýgræðingur, sem