Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 52
48
þyrfti að hafa frið til að vaxa. Eg kom hingað
að Yztafelli fyrir 30 árum; þá var eg 11 ára. Þá var
í Barnafelli maður um sjötugt, er hafði alizt þar upp;
sagði hann mjer, að þá er hann myndi fyrst til, hefði
nær enginn skógur verið sunnan við Fellskofa. Nú
nær skógurinn miklu lengra suður, og er þar þjettastur
og fallegastur. Þótt skógurinn skemdist að mun, svo
sem áður er sagt, sýnist mjer hann hafa náð sjer aptur,
en lítið hefur hann græðst út, enda er eigí víst, að
landslag sje hentugt til þess. Nú nær skógurinn norður
undir fellsenda að Fljótskrók og suður að Fljótsgljúfri.
í Krosshlíð var skógur fram um miðja þessa öld, en
sagt er að bændurnir á Krossi hafl eyðilagt haun.1
Annars staðar í Kinn hefi eg eigi heyrt nefnda skóga,
og veit eigi um nein örnefni, sem draga nafn af skóg-
um, og hygg að þau sje eigi til“.
í jarðabók Árna Magnússonar er skógum í Kinn
lýst svo: Á Þöroddsstað er „skógur til kolgerðar lítill,
og brúkast því sjaldan, en til eldiviðar stundum“. Á
Höli: „skógur tll raptviðar er að mestu þrotinn, en til
kolgerðar og eldiviðar nægur; feyskist mjög“. Guð-
mundarstöðum: „rifhrís, fjalldrapi og víðir til heys og
eldiviðarstyrks“. Yztafélli: „skógur til raptviðar bjarg-
legur, og til kolgerðar nægur, brúkast opt til heystyrks
og annara nauðsynja, og svo til annara gagnsmuna,
sem ábúandi fær viðkomið, að leyfi biskups eða um-
boðsmannsu.2 Fosssel var hjáleiga frá Yztafolli, og er
sagt að þar sje „sömu kostir og ókostir“ sem á heima-
') í jarðabók Árna er sagt að á Krossi sje „skógur til kol-
gerðar bjarglegnr, og til eldiviðar nægur“. Á Jionna skóg hefði
átt að minnast áður, þá er talað var um Ljósavatnsskarð, því að
Kross er í Ljósavatnsskarði.
a) Jörðin var eign HólastólB.