Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 53
49
jörðinni. Á Barnafelli: „skógur til raptviðar bjarglegur,
og til kola og eldiviðar nægur, brúkast til búsnauðsynja".1
Fremstafelli eða Syðstafelli: „skógur til kolgerðar að
mestu eyddur, en til eldiviðar bjarglegur". Halldörs-
stöðum: „riflirís mjög lítið til eldiviðarstyrks með taði
undan kvikfje11. Landamöti og Landamótsseli: „rifhrís
til eldiviðarstyrks lítið ut supra“. Það má ætla, að
allstórvaxinn skógur hafi verið á Yztafelli 1712, þar
sem sagt er að þar sje „skógur til raptviðar bjarg-
Iegur“, því að eigi eru það nema fáeinir skógar á land-
inu, helzt í Fnjóskadalnum, er jarðabókin lýsir betur
en svo. Alveg sama vitnisburð fær skógurinn í Ás-
byrgi, og þó er eigi líklegt að þá hafi þar verið minni
skógur en nú, enda hefir lengi verið talinn stórvaxinn
skógur í Ásbyrgi.
Kinnin hefur verið talin með lakari sveitum, og
hefur líkt orð farið af henni og Reykjadal. Það hefur
löngum verið sagt, að fátækt lægi þar í landi. Hlý-
indi og hagsæld hefur þótt vera þar af skornum skamti
frá öndverðu. Þórir snepill nam þar fyrstur land, en
undi þar eigi; en er hann fór þaðan, kvað hann vísu
þessa:
Hér liggr, kjóla keyrir,
Ealdakinn of aldr,
en vér höldum heilir
Hjálmun-Qautr á braut.8
Sigurður á Yztafelli segir að efnahagur bænda sje
allgóður innan til í Kinninni, euda hafi hagur manna þar
blómgast mikið á hinum síðasta áratug, en í Útkinn
segir hann að ílestir bændur sje fátækir; þar er þó
heyskapur mikill, og að mörgu leyti góðir landkostir.
') Þessi jörð var og eign Hólastóls.
9) Landnáma H, 17. kap.
Búuaðarrit VIII.
4