Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 54
50
Það er svo að sjá, sem Útkinnin kafi lengi haft verra
orð á sjer en Innkinnin. Svo kvað Látra-Björg:
Aum or hún Kinn fyrir utan Stað,
ei mig þangað langar;
Jiar má enginn þvert um hlað
þurrum fæti ganga.
Úr Reykjadalnum fór eg sem leið liggur vestur í
Fnjóskadal. í Fnjóskadalnum má sjá miklar minjar
um forna skóga svo sem víða annarstaðar, en nú er
lítið eptir af þeim. Þar má víða sjá bert og gróður-
laust land, er áður kefur verið skógi vaxið. Hvergi
ganga fleiri sagnir um stórvaxna skóga en í Fnjóska-
dalnum. Munnmæliu segja, að Þórir snepill, er nam
Fnjóskadal, hafl látið köggva rjóður í skóginn fyrir bæ
sínnm; kann bjó að Lundi. Svo er sagt í Landuámu,
að Þórir „blótaði lundinn11.1 Munnmælasagnir ganga
um það, að í Iandnámstíð haíi verið höggvin braut í
skóginn eptir Ljósavatnsskarði og að Hálsi, þaðan að
*) Lundur er hjor án efa sama som skðgur, en eigi einstakt
trje. Það var mjög titt með öllum germönskum þjóðum í fornöld,
svo sem flestum Indóevrðpu-þjóðum, að mikil hclgi var á einstökum
skógum og einstökum trjám. Þessi trú birtist greinilega i Fagur-
skinnu, þar sem Haraldur hárfagri segist eigi vilja blóta guði,
„því at ek þykkjumk þat sjá til sanns, at sá guð má ekki mér
hjálpa ok engum öðrum, er hann hefur ekki meira ríki en einn
stein eða einn skóg“; og seinna segir hann: „Fyrir því or þat
merkanda um þessa guði: of þeir hefði guðdóm nökkurn oða afl
með sér, þá yndi þoir eigi svá litlu ríki at ráða einum stoini eða
litlum lund“. (Fagursk., Kria 1847, bls. 11). Leifar fornrar helgi-
trúar um einstök trje hafa haldizt við fram á þessa öld til og frá
á Þýzkalandi og á Norðurlöndum, einkum i Norogi. Menn báru
mikla lotningu fyrir þessurn trjám, og vini og mjólk var lielt að
rótum þeirra á ýmsum hátíðum, einkum á jólunum. Þetta eru
leifar heiðinna fórna. Hjor á landi liefur þessi þjóðtrú eigi haldizt
við, en þó er sú trú að nokkru leyti af sama toga spunnin, að
huldufólk, eða aðrar vættir, haldi verndarhendi yflr einstökum trjám.