Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 55
51
Vöglum, og svo suður og niður að Þingvaði á Fnjóská,
(smb. ísl. fornsögur II, 40 og víðar). Frá þessu vaði
lá svo vegurinn yfir Vöðluheiðí, og var kallaður Þing-
mannavegur.1 Þetta er sögn Jónatans á Þórðarstöðum.
Mörg örnefni í Fnjóskadal minna á horfna skóga, svo
sem Timburvellir og Timburvalladalur. Sögurnar bera
þess vott, að Fnjóskadalur hefur verið mjög skógi vax-
inn til forna. í Ljósvetningasögu er svo sagt, að þar
„var víða skógi vaxit“.2 * Þá er Víga-Skúta vo Þóri
Ketilsson á Ljósvetningaleið, þá komst hann á bak
hesti sínum „ok hleypði þegar út í skóginn11.8 Það
má telja víst að Ljósvetningaleið hafl verið háð
i Leiðarnesi. Það er við Fnjóská í Hálslandi.4 * 6 * Eptir
því sem sagan segir, hefur verið mikill skógur á Vind-
hólanesi og þar nærlendis 1623, þá er þeir öttu þar hestum
sínum Sveinn ríki á Illugastöðum og Sigmundur á
Garðsá. Þá er sagt að „menn hjuggu rjóður í hólunum
fyrir ofan, þeir er vildu á horfa".8
í jarðabók Árna Magnússonar er skógum í Fnjóska-
dal Iýst svo: Á Melum „er skógur til kolgerðar og eldi-
viðar nægur; brúkast til heystyrks og annara búsnauð-
synja“. Draflastöðum: „skógur að mestu fallinn fyrir
*) Síðar lá þjððvegurinn yfir Pnjóská hjá Hrðarsstöðum, og þar
upp á heiðina, en nafn sitt tók hann af hinum fyrra vegi, og var
nefndur Þingmannavegur.
2) ísl. fornsögur I, 147. Smb. og sömu bðk, bls. 219.
8) ísl. fornsögur I, 105. Getið er og um skðg í Pnjðskadal i
sömu bók, bls. 221.
4) Smb. Kálund: Bidrag til eu historisk-topogr. Boskr. af
ísland, II, 142.
6) Árb. VI, 22. Þetta er talið síðast hestaat á íslandi. í
Noregi hjeldust heBtaöt miklu lengur, einkum í Hallingdal og
Sæterdal; í Sæterdal tiðkuðust þau enn um 1780. (Smb. Ludvig
Daae: Norske Bygdesagn. Kria 1870, bls. 50).
4*