Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 57
53
„skógur ut supra“. Bakha: „skógur er að kalla eydd-
ur til raptviðar, mest fyrir snjóflóðum, en til kolgerð-
ar og eldiviðar bjarglegur11. Bélgsá: „skógur til rapt-
viðar bjarglegur, en til kola og eldiviðar nægur; brúk-
ast til búsnauðsynja. Þórðarstöðum: „skógur til rapt-
viðar, kolgerðar og eldiviðar nægur; brúkast til bús-
nauðsynja“. Lundi: „skógur til raptviðar ágæta góður,
og svo til kolgerðar og eldiviðar; brúkast til búsnauð-
synja, og svo kvittar ábúandi hestagöngu með timbri
öðru hverju“. Vöglum: „Skógur til raptviðar ágæta
góður; brúkast til búsnauðsynja". Hálsi: „Skógur til
raptviðar mikill og góður, og nýtir staðarkaldarinn sjer
hann til þeirra gagnsmuna, sem hann fær við komið,
en tekur nú til að feyskjast“. Fornastöðum: „skógur
til raptviðar nægur, og kvittar áhúandi skuldir sínar
með timbri, sem áður segir,1 og brúkar skóginn til bús-
nauðsynja og heystyrks“. Um Fornastaðasel er sagt,
að þar sje sömu kostir og ókostir sem á Fornastöðum,
og því má ætla, að þar hafl verið skógur líkur því
sem á Fornastöðum. Á Hallgilsstöðum: „skógur til rapt-
viðar eyddur, en til kolgerðar og eldiviðar nægur;
brúkast til búsnauðsynja“. Veisuseli: „skógur að kalla
fallinn fyrir feyskju, er þó enn brúkanlegur til eldiviðar“.
Veisu: „skógur að mestu fallinn ut supra“. Böðvars-
nesi: „skógur til kolgerðar er eyddur, en til eldiviðar
bjarglegur“. Syðra-Hóli og Ytra-Hóli: „skógur til kol-
gerðar og eldiviðar bjarglegur; brúkast og til heystyrks“.
‘) Hjer er átt við landskuldina. í jarðabókinni or áður sagt
svo um Fornastaði: Þar er „tíutíu álna landskuld, betalast með
peningum upp á landsvísu, timbri og klyfberum, og kvittar ]iað
optast belming laudskuldar eða betur, og flyt.ur ábftandi það ein-
hverstaðar að Eyjatirði. 1 hundr. (120) rapta kvitta XX áluir, og
viij klyfberar aðrar XX. Fornastaðir voru eign Hðlastöls.