Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 58
64
Garði: „skógur til kola lítill, en til eldiviðar nægur“.
Þverá: „skógur til raptviðar bjarglegur, og til kola og
eldivíðar nægur; brúkast til heystyrks og annara bús-
nauðsynja“. Þúfu1 „skógur til kola og eldiviðar“.
Af þessari lýsingu er auðsætt, að Fnjóskadalur hef-
ur verið mjög skógi vaxinn á öndverðri 18. öld, og þar
hafa verið stórvaxnari skógar en á nokkrum öðrum stað
hjer á landi. Um Lund og Vagla2 or svo sagt, að þar
sje „skógur til raptviðar ágæta góður“, en slíka lýs-
ingu fá engir aðrir skógar í jarðabókinni. Um Háls er
sagt, að þar sje „skógur til raptviðar mikill og góður“.
Á Víðivöllum, Tungu. Þórðarstöðum og Fornastöðum er
talinn „nægur skógur tii raptviðar“. Á öllum þesaum
jörðum hlýtur að hafa verið mjög stórvaxinn skógur.
jarðabókin telur varla annað „nœgtu en það sem er mjög
mikið og ágætt. Það er eigi nema á örfáum stöðum á
landinu, er jarðabókin telur „nœgan skog til raptviðar11.
Miklar sagnir ganga um það, að skógurinn á Húsafelli
í Borgarfirði hafi verið mjög stórvaxinn, og Eggert
Ólafsson segir í ferðabók sinni, að hann gangi næst
skógunum í Fnjóskadal, enda segir jarðabókin um þann
skóg, að hann sje „nœgitr til kolgerðar, eldiviðar og
raptviðar". Meira hól en þetta fá engir skógar íjarða-
bókinni nema skógurinn í Lundi, Vöglum og Hálsi.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, að skógarn-
ir í Fnjóskadal taki öllum skógum fram hjer á landi
(„har betydelig Fortrin for al anden Birkeskov, som fin-
des i Island“), en þó segir hann að þeim hafi hnignað
mjög á síðari tímum, enda sje farið illa með þá. Hann
‘) Þúfa var upphaflega hjfUeiga frá Þverá. Hún liafði verið í
eyði 10 ár, þá er jarðabókin var gerð, en bygðist aptur seinna.
a) 1 daglegu tali er nú veujulega sagt „Vaglir“, og orðið haft,
kvenkyns.