Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 60
66
laus vik og geirar inn í skóginn, þar sem hann hefur
verið höggvinn svo rækilega, að hann hefur gersamlega
eyðilagzt. Þessi skóglausu vik eru sem óðast að blása
upp. Jarðvegurinn, sem skógurinn vex í, er þunnur og
laus, og viðast liggur sandur eða möl undir honum.
Þess vegna blæs þenna jarðveg mjög fljótt upp, þar
sem skógurinn er eyðilagður, og verður þá auðn ein ept-
ir. Þess vegna er landið nú svo eyðilegt og dauðalegt
fyrir utan og neðan Háls. Hálsskógur þarf sjerstak-
lega gætilegrar meðferðar; það verður að höggva hann
varlega, og gæta þess vandlega, að gera aldrei stór
rjóður í hann, því að hann þolir það enn ver en marg-
ir aðrir skógar. Ef stórt rjóður eða auðn kemur ein-
hverstaðar í skóginn, fer þar að blása upp, áður en
nýjar skógarplöntur fá tíma og næði til að vaxa þar
aptur og binda jarðveginn.
Það er almæli, að Hálsskógur hafi um langan ald-
ur verið einna fegurstur og stórvaxnastur allra skóga
í Fnjóskadal, enda var skógurinn jafnan talinn hin
mestu hlunnindi. í máldaga Auðunnar biskups 1318 er
svo sagt um Háls: „Sá er á stað Byr, (o: á Hálsi)
skal abyrgiast stað og oll staðarfie, hallda hwsum og
Qorðum, hafa til X vætta (þ. e. 10 vætta virði) J
skogi, og tijmbur sem þarf thil hus, eður að Buhlutum
að Giora. Eigi skal hann selia vr skogi nema thil stað-
arböta sje lagt eður annað fie sie ella lagt j staðinn.*'1
þetta síðasta ákvæði er eigi gert til þess að vernda
skóginn, heldur til þess að vernda rjett kirkjunnar
gagnvart staðarhaldaranum. Það er svo að sjá sem
Hálsskógur hafi orðið fyrir mjög illri meðferð á 18. öld,
einkum á dögum sjéra Jóns Þorgrímssonar, ervarprest-
*) Tíinurit Jóns Pjeturssonar II, 78. Smb. og íel. fornbrjefa-
safn III, 57a.