Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 63
59
1773 ]jet sjera Jón enn taka þingsvitni um þetta
efni, en það hef eg eigi sjeð. Það er líklegt að sjera
Jón liafi fengið nokkurn veginn „gunstiga resolution“
hjá amtmanninum, svo sem Halldór biskup gerir ráð
fyrir í vísitazíugerðinni 1748. Síðan mun sjera Jón
liafa látið höggva skóginn ósleitulega, en látið taka
þingsvitni við og við til að rjettlæta meðferð sína á
skóginum, hann eyðilegðíst af sjálfum sjer, og yrði eng-
um að liði ef hann væri eigi höggvinn. Jónatan á Þórð-
arstöðum segir að miklar sagnir gangi um það, hve af-
armikið skógurinn hafi verið höggvinn eptir miðja 18.
öld1. Sú er ein sögn, að fjórir bændur i Hálssókn hjuggu
einhverju sinni 400 rapta hver í Hálsskógi fyrir prest-
inn, og 100 rapta hver fyrir sjálfa sig, en þann raptvið
fengu þeir í verkalaun. Um þær mundir er sagt, að
sjera Jón hafi selt raptvið í allar áttir, einkum vestur
um Eyjafjörð og Skagafjörð. Af þessu leiddi það, að
skógurinn eyðilagðist smámsaman. Ólavius segist eigi
hafa sjeð neinn skógáHálsi, þá er hanu kom þar 17772.
Það er og fleira sem sýnir það, að skógurinn var ná-
lega gereyddur um þessar mundir. í prófastsvisítazíu á
Hálsi 1781 er svo sagt8: .... „Kærði kennimaðurinn
sr. Jón Þorgrímsson fyrir prótastinum og afsakaði sig
eptirleiðis að útsvara af þessu beneficio Hálsi þeim 4
mk., sem hann til fátækra presta ekkna árlega svarað
hefur vegna eptirfylgjandi orsaka: a) „Gangi staðurinu
stórum af sjer að öllum herlegheitum vegna skriðufalla
á tún og engjar, eptir sem þingsvitni vísa af 1773, lika
') Jónatau bóndi á ÞórðarBtöðum er fróður maður um margt,
og hjá honum fjekk eg margar upplýsingar um skógana í Fnjóskadal.
s) Smb. Ferðabók Ólaviusar bls. 361.
3) Prófasturinn var sjera Sigffis Jónsson á Höfða.