Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 64
60
sje hjer allur skógur fallinn, sem það þingsvitni og svo
sýnir“.
Daði fróði og sjera Jón Konráðsson segja að Háls-
skógur hafi eyðilagzt að mestu á dögum sjera Jóns Þor-
grímssonar. Sjera Jón var búmaður mikill, atkvæða-
maður og skörungur í hjeraði1. Dugnaður hans birtist
einnig í því, hve rækilega hann hefur látið höggva skóg
inn. Þá er ræktarleysið og blindnin ræður mestu, þá
eru þeir skaðlegastir, er mestir eru dugnaðarmenn.
Það er þá sýnt, að Hálsskógur hefur verið nálega
gereyddur á oíanverðri 18. öld, en svo óx hann aptur
á nokkru svæði, en miklu er hann víðátturainni en hann
var. Þótt hann sje allstórvaxinn á sumum stöðum,
ber þó margt vott um að hann hafi verið miklu stór-
vaxnari áður.
Á Vöglurn er allmikill skógur á einstöku blettum,
en þar sá eg merki þess, að skógurinn hefur víða
verið höggvinn svo illa og óþyrmilega á siðustu árum,
að eg hef varla sjeð slíkt. Það er mikið mein, að það
skuli vera á færi einstakra manna, að eyðileggja og
spiila því er á að fóstra og fæða óbornar kynslóðir, en
þó er hitt þyngra, að land vort skuii ala og fóstra marga
menn, er svo eru ræktarlausir, að þeim er það eigi heil-
agt, er fætt hefur þá sjálfa og feður þeirra, og á að
fæða börn þeirra og niðja.
Þörðarstaðashógur er fegursti skógur hjer á landi;
hann er að vísu eigi svo stórvaxinn sem Hallormsstaða-
skógur, en hann er með fullum Iífskrapti og í miklum
*) Ðað er og sagt, að sjera J6n hafi verið maður allvel lærður,
enda hafði hann numið skólalærdóm hjá Þorleifi prófaati Skapta-
syni, hinum lærðasta manni. Fríi sjora Jóni er mikil ætt og marg-
ir nafnkunnir menn, svo sem Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
fíannes Hafstein landritari, dr. Bj. M. Ólson o. fl.