Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 65
61
blóma. Jónatan bóndi Þorláksson, er búið hefur á Þórð-
arstöðum alla sína tíð, hefur látið sjer mjög ant um
skóginn og verndað hann kostgæíilega, enda hefur skóg-
inum farið mjög fram í hans tíð. Þá er farið er um
Þórðarstaðaskóg, má sjá þess glögg merki, að hann hef-
ur orðið fyrir betri meðferð um langan tíma, og meiri
ræktarsemi og umhyggju, en venjulegt er um skóga
hjer á landi. Er það sannast af að segja, að eg hef
engan mann hitt fyrir, er með meiri alúð hefur viljað
vernda skóginn á ábúðarjörð sinni og hlyuna að honum
en Jónatan á Þórðarstöðum.
Efnahagur manna í Þingeyjarsýslu er eigi góður,
og mun honum hafa hnignað allmikið á síðustu árum.
Svo þungar sem verzlunarskuldirnar eru um land alt,
þá munu þær hvergi þröngva harðar að kosti bænda en
í Þingeyjarsýslu. Þingeyingar standa þeim mun ver að
vígi en bændur í Fljótsdalshjeraði, að fjáreign þeirra er
miklu minni. í nokkrum sveitum í Þingeyjarsýslu, eink-
um í Bárðardal og Mývatnssveit, leggja bændur mikla
stund á kynbætur, og í þeirri grein standa þeir öllum
framar hjer á landi. Fjenaðarhús og meðferð fjenaðar
er þar betri en víða annarstaðar. í flestum sveitum í
Þingeyjarsýslu verður þó sauðfje helzt til mikið að lifa
við útigang. Þingeyingar leggja eigi mikla stund á að
bæta jarðir sínar og auka heyaflann, en það eitt mætti
gera þá færa til að koma meðferð fjenaðarins í fullkom-
lega gott horf. í þessu efni má segja hið sama um
Þingeyjarsýslu sem um Múlasýslur og alt Norðurland
nema Húnavatnssýslu, en þar eru bændur farnir alment
að leggja allmikla stund á jarðabætur, einkum um mið-
bik sýslunnar.
Þá er eg kom vestur yfir Yöðluheiði, fór eg inn í
Eyjafjörð, — inn að Möðruvöllum, — og þaðan út á
L