Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 66
Akureyri, þaðan út með Eyjafirði út í Svarfaðardal, það-
an yfir Heljardalsheiði að Hólum í Hjaltadal, þaðan inn
Skagafjörð og vestur um Húnavatnssýslu og suður í
Borgarfjörð, og skoðaði helztu skóga í Borgarfirði. Ept-
ir að eg kom hingað til Reykjavíkur fór eg austur í
Rangarvallasýslu.
Eg hafði upphaflega ætlað að láta þessa ritgerð
taka yfir alla þessa ferð mina, og einkum hafði eg ætl-
að að tala nokkuð rækilega um helztu skóga í Borgar-
firði, en rúmið leyfir það eigi í þetta sinn.
Nú er skóglaust með öllum millum Vöðluheiðar og
Holtavörðuheiðar, uema ef talið er mjög lítið og smá-
vaxið kjarr í Leyningslandi í Eyjafirði, þar sem heita
Leyningshólar. Um langan aldur hefur verið nálega
skóglaust á öllu þessu svæði milli Holtavörðuheiðar og
Vöðluheiðar. Eggert Ólafsson nefnir skóg á tveim stöð-
um á þessu svæði, i Fellssókn í Skagafirði og á Ár-
skógaströnd í Eyjafirði1. Á þessu svæði hefur skógur
haldizt lengst í Eyjafirði. Jarðahók Árna Magnússonar
getur þó eigi um skóg í Eyjafirði nema í Leyningi, og
segir að þar sje „skógur til kolgerðar að kalla eyddur,
en til tróðs og eldiviðar enn þá bjarglegur". Sagnir
ganga þó um að þar hafi verið stórvaxinn skógur á síð-
ara hluta 18. aldar, og hefur skógurinn eptir því þrosk-
ast mjög eptir að jarðabókin var gerð, eða jarðabókin
gerir langt of lítið úr honum. Pað má vel vera, að
skógurinn hafi verið allstórvaxiun þótt jarðabókin geri
eigi meira úr honum en þetta. Það er í fullri sam-
kvæmni við margt annað í jarðabókinni. í Leynings-
landi hlýtur að hafa verið mikill skógur fyrrum, því að
margar jarðir áttu þar skógarítak. Miklar sagnir ganga
um, að stórvaxinn skógur hafi verið á Möðruvöllum, svo
*) Ferðabók Bggerts, bls. 679.