Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 67
63
sem áður er sagt, enda er víða getið um Möðruvalla-
skóg í fornum brjefum og gerningum, svo sem í Auð-
unnar máldaga (1318)1. Til er skinnbrjef eitt frá því
um 1600 þar sem þrír menn votta, að Elín Pálsdóttir
(c: Staðarhóls-Páls) haíi gefið Sigríði Sigurðardóttur í
Torfufelli skógarhögg í Möðruvallaskógi fyrir framan
Hlífargil, en eptir dauða Sigríðar skuli það aptur falla
undir Möðruvelli2. Það má og sjá, að skógi vaxið hef-
ur verið á Möðruvöllum á dögum Guðmundar ríka8. Á
Gtnúpufelli hefur og verið mikill skógur fyrrum. í
jarðabók Árna er svo sagt um Gnúpufell: „Skógur hef-
ur áður verið mikill og góður, sem fallinn er fyrir 80
árum“. Saurbæ og Miklagarði fylgdi skógarítak í Ginúpu-
fellslandi. Til er dómur 12 manna um Dalsskóg í Gnúpu-
fellslandi 1401*.
Eyrarslcögur, sem nefndur er í Ljósvetningasögu8,
mun og hafa verið í Gnúpufellslandi heldur en í Möðru-
vallalandi. Lengi mun hafa haldizt stórvaxinn skógur
í Björk; þar átti Saurbæjarkirkja „timburhögg“, í
Mjaðmárdal í Þverárlandi hlýtur að hafa verið mjög
stórvaxinn skógur í fornöld, eptir því sem sagt er frá
í Víga-GIúmssögu. Svo er sagt, að Halli hinn hvíti
„hafði látit höggva í skógi timbr í Mjaðmárdal, er Bárðr
átti (sonur hans). Hanu (o: Bárðr) hafði ok út mikla
viðu“. Hjer er talað um „hina miklu viðu“, er Bárður
hafði út með sjer, og timbrið úr Mjáðmárdal, svo sem
*) Smb. og Fornbrjofasafn III, 616.
2) Brjef þetta er i frumbrjefasafni Jóns Sigurðssonar, nr. 26.
Nokkrar línur eru skornar ofan af brjofinu, svo að hvorki sjást nöfn
vottanna, staður, ártal nje dagsetning.
3) ísl. fornsögur I, 190.
4) Fornbrjefasafn III, 661.
6) ísl. fornsögur I, 192.