Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 68
64
væri það líkt. Bárður hafði bæði timbrið úr Mjaðmár-
dal, og timbrið aem hann hafði út með sjer. Þá er þeir
Bárður fóru eptir timbrinu, er sagt að þeir hafi bundið
„dröguru\ Eyjafjörður hefur verið mjög skógi vaxinn
til forna, og víða hefur þar verið stórvaxiun skógur.
Sjera Jónas Jónasson á Hrafnagili skrifar mjer svo
um fornar skógarleifar í Eyjafirði:
„Faðir minn, Jónas Jónsson, er fæddur á Guðrún-
arstöðum 1830, og ólst þar upp þangað til hann var 10
ára. Skamt fyrir utan og ofan bæinn er gróf ein mik-
il eða jarðfall, um tvær mannhæðir á dýpt. Jarðbrýr
voru á grófinni, og var það skemtum þeirra barnanna
að smjúga undir brýrnar eptir grófinni. Svörður er
mikill í grófinni, og jarðlag allþykt ofan á. Eitt sinn
sáu þau krakkarnir á hliðina á trje einu miklu ofarlega
í mónum, og sögðu svo frá þessum fundi. Foreldrar
hans fóru þegar, og gátu losað um trjeð; var það um
eða fullra 5 álna iangt birkitrje, og nær feðmingur á
digurð. Höfðu þau það upp úr grófinni með mestu fyr-
irhöfn; lá það þar svo lengi sumars, og rifnaði alt ut-
an. En svo hjó faðir hans utan af því fúann með skar-
öxi, þangað til eptir var ófúinn kjarni. Þenna staur
hafði hann svo fyrir ás í eldhúsið á Guðrúnarstöðum.
Eptir það bjuggu foreldrar hans á Úlfá; þar er á
einum stað allhár svarðarbakki við Eyjafjarðará. Þegar
hann var orðinn fullorðinn, kom þar fram úr bakkanum
rótarkylfa mikil, og stúfur af trje mjög digru, nær
feðmingi; hvorttveggja var grautfúið og ætlar hann
helzt að framhald trjesins sæti inni í bakkanum.
Úr þverárgröfum hinnar ytri á Staðarbygð kemur
mjög mikið af lurkum í sverðinum, og hef eg sjeð þar
koma upp lurka á digurð við vanaleg 12 álna trje.
*) íal. fornsögur I, 63.