Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 69
65
Alt er það fúið í gegn. Annars er hjer víðast í gröf-
um mikið af slíku, þó að þetta sje það stærsta".
Þessar fornu skógarleifar votta hið sama sem gaml-
ar sagnir og sögur, að mjög stórvaxinn skógur hafi ver-
ið til forna í Eyjafirði. í fornöld hefur að líkindum
verið líkur skógvöxtur í Eyjafirði og Fnjóskadal, en hef-
ur fyr gengið til þurðar og eyðilagzt í Eyjafirðinum.
Skógarnir í Fljótsdalshjeraði og Þingeyjarsýslu hafa
orðið að sæta sömu forlögum sem skógar í öðrum hjer-
uðum landsins. Það hefur að vísu borið við, að einstöku
skógur hefur lifnað og þroskast um stundar sakir, hafi
honum verið eirt venju framar. Það má finna mörg
dæmi þess um einstöku menn, að minsta kosti á síðari
öldum, að þeir hafa haldið verndarhendi yfir skógunum
á ábúðarjörð sinni, og þá hafa skógarnir blómgast. En
því liarðar hefur verið geugið að þeim eptir að þessara
manna misti við, svo að alt hefur sótt í sama horfið.
Frá því að landið bygðist og til þessa dags hefur eyðí-^l
legging og dauði verið takmarkið, er skógarnir hafa
stefiit að. Fyrir því er landið orðið nálega skóglaust.
Eptir því sem eg hefi farið víðar og athugað betur forn-
ar skógarminjar, eptir því liefi eg sjeð fleiri merki þess,
hve víðáttumiklir skógarnir hafa verið til forna. Það
mun eigi vera svo mjög orðum aukið sem margir ætla,
er Ari prestur hinn fróði segir, að Iandið hafi verið
drjúgum viði vaxið milli fjalls og fjöru á landnámstíð.
Það er víst að nálega allir dalir á landinu hafa verið
skógi vaxnir, og mikill hluti als láglendis. Fjallshlíð-
arnar, er áður voru skógi vaxnar, eru víða huldar gróð-
urlitlum eða gróðurlausum skriðum. Og á láglendinu
eru víða gróðurlausir sandar og melar, eða gróðurlítil
holt, þar sem áður óx skógur. En meðan skógurinn
BflnaBarrit VIII. 5