Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 70
66
lifði, þreifst ýmiskonar gróður í skjóli hans. Fyrir þess-
ar sakir hafa margar jarðir lagzt í eyði, og hálfar og
heilar sveitir eru nú óbygðar þar sem áður var bygð.
Um margar eyðijarðir og marga eyðidali er sú sögn,
að bygðin hafl lagzt þar niður í svartadauða. En það
eru þó mennirnir sjálfir, er valdið hafa þessari eyði-
leggingu, því að eigi hefur drepsóttin mátt gera landið
gróðurlaust og óbyggilegt. Það er blindni og skamm-
sýni landsmanna sjálfra, og hirðuleysi þeirra um hag niðja
sinna, er þessu hefur valdið. Það er sá svartidauði, er
breytt hefur mörgum fögrum bletti í auðn, svo að ná-
lega ekkert líf hefur þriflzt þar framar. Þessi svarti-
dauði tekur til als í hag lands vors, og enn Iiggur sú
landplága sem þung martröð á vorri fátæku þjóð. Margt
illt hljóta óbornar kynslóðir að þola fyrir þessar sakir.
Þótt skógarnir í landinu sje orðnir litlir að víðáttu
og mjög smávaxnir1, þá mundu þeir þó þroskast nokk-
uð og aukast aptur ef gætilega og hyggilega væri með
þá farið. Það sem hefur orðið skógunum að fjörtjóni
er fjárbeitin, og svo hitt, hve mikið og illa þeir hafa
verið höggnir. Nú á síðustu árum eru skógar miklu
minna höggnir en áður, svo að það er einkum fjárbeit-
in, er vinnur þeim skaða. Skógarnir mundu þroskast
og blómgast aptur ef þeir væru höggnir hyggilega, og
aldrei beittir þá er haglaust er eða haglítið, því að venju-
lega gerir sauðfjeð skógunum eigi stórkostlegan skaða
nema á vetrum, þá er haglaust er, og það nær eigi í
annan gróður en skóginn. Eg skoðaði helztu skóga of-
an til í Borgarfirðinum í sumar, og sá eg þá greinileg
‘) Eg hofi áður (bls. L'8.) minst nokkuð á það, af hyerjum oreök-
um skógarnir sje orðnir smávaxnari en þeir voru til forna, Bmb. og
ritgerð mina um skógana hjer á landi í V. árg. BúðaðarritsinB
24.-26. bls.