Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 71
67
merki þess, að flestir þeirra eru í nokkurri framför.
Þessir skógar eru miklu minna höggnir en áður, en
einkum hefur þeim orðið það til viðreisnar, að meðferð
á fjenaði er mikið að batna í Borgaríirðinum. Bændur
leggja þar meiri stund á að afla heyja en áður, og láta
fjenað sinn eigi lifa jafnmikið við útigang sem áður.
Þess vegna spillir sauðfjeð skógunum miklu minna en
það gerði. Ekkert má verða sókgunum til meiri við-
reisnar en það, að meðferð sauðfjenaðar verði betri og
hyggilegri en áður. — Einni umbót í búnaðinum fylgja
margar aðrar.
Eg þykist hafa sjeð ýms merki þess, að æxl-
un birkiskóganua sje nokkuð á annan veg hjer á
landi en hún er venjulega í öðrum löndum. íjTþeim
löndum, þar sem loptslagið er hlýrra en á íslandi, mynd-
ast eigi sjálfstæðar birkiplötur af knöppum; knappspír-
an1 verður eigi að sjerstökum nýjum einstaklingi; hún
losnar aldrei frá móðurrótinni, og verður því í raun
rjettri ávalt sama plantan sem áður óx upp frá rótinni.
Trjen geta því eigi á þenna hátt haidizt lengur við en
svarar þeim aldri, er einstaklingslífi þeirra er lagið að
ná. Þess vegna gæti skógurinn eigi haldizt við, ef eigi
mynduðust ávalt nýjar plöntur af fræjum. í köldum
löndum, svo sem norðan til í Noregi, er þetta nokkuð
með öðrum hætti. Þar þroskast ávextir birkitrjánna
eigi að jafnaði, og nýjar plöntur myndast þar sjaldan
af fræjum. Eu í þess stað æxlast trjen á þann hátt,
að knappspírurnar losna algerlega frá móðurplöntunni,
og verða að sjálfstæðum plöntum. Á þenna hátt munu
birkiskógarnir æxlast venjulega hjer á landi.
J) Margir mnnu ætla aö orðið spíra sje danskt í eðli sínu, en
eg hygg að það sje fullkomlega rjetthæft í íslenzkri tungn, enda
finst það í fornum ritum, (smb. t. d. Sn. Eddu II, 482, Stjórn,bls. 96).
5*