Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 72
68
í þeim skógum hjer á landi, er eg liefi skoðað
nokkuð nákvæmlega, eru flestar ungar plöntur myndað-
ar af knöppum, og standa í sambandi við gamlar ræt-
ur. Petta sýnist benda til þess, að knappplönturnar
hljóti að losna frá móðurplöntunni með tímanum, og
verða að sjálfstæðum plöntum, og skógarnir æxlist mest
og haldist við á þann hátt. Væri þetta eigi svo, mundu
skógarnir vera miklu auðugri að fræplöntum (o: plönt-
um, er af fræjum hafa myndast) en þeir eru.
Það er eigi nema í góðum árum, að skógarnir hjer
á landi fá fullþroska fræ, að minnsta kosti þykist eg
mega segja það með fullri vissu um skógana norðan til
á landinu. Þá er eg skoðaði skógana í Fljótsdalshjer-
aði og Þingeyjarsýslu í sumar, fann eg mjög óvíða svo
þroskuð blóm á birkitrjánum, að nokkur iíkindi væru
til, að þar mynduðust fullþroskuð fræ. í sumum skóg-
unum sá eg eigi nokkurn vott um blómmyndun nema
á einstöku trjám. Þó var sumarið venju framar hlýtt
og góðviðrasamt í þessum hluta landsins. í skógunum
í Borgarfirðinum var þetta nokkuð á annan veg. Þar
voru skógarnir miklu blómríkari, og fræmyndunin var
sumstaðar komin svo langt á Ieið, að fræin hafa án efa
orðið fullþroskuð. Væri svo, að skógarnir æxluðust að
mestu Ieyti af fræjum, þá mundi blómmyndunin vera
miklu meiri og víðtækari en hún er, og fræin hlytu að
ná fullum þroska í flestum árum.
í Hallormsstaðarskógi má víða sjá háltþroskuð og
fullþroskuð trje standa saman í þyrpingu. Autt bil grein-
ir eina þyrpingu frá annari. í hverri þyrpingu eru
venjulega 3—6 trje saman með litlu millibili. Öll trjen
í þyrpingunni hallast venjulega út frá miðju þess bletts,
er þau standa á, svo að beinar línur, er ganga gegnum
stofnana endilanga, mundu skerast 2—6 fetum fyrir