Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 74
70
æxlast að nokkru leyti af fræjum. í öllum skógum á
suðurlandi, er eg hef skoðað nokkuð nákvæmlega, hef
eg fundið allmikið aí fræplöntum. í skógunum í Þing-
eyjarsýslu og Fljótsdalshjeraði fann eg mjög lítið af
fræplöntum, og í sumum þeirra gat eg als enga fræ-
plöntu fundið, hversu vandlega sem eg leitaði. Eg
þóttist og sjá full merki þess, að skógarnir blómgist
miklu minna fyrir norðan en fyrir sunnan, og skógar-
trjen munu miklu sjaldnar fella þroskuð fræ norðan til
á landinu en fyrir sunnan. Eg hygg því að skógarnir
æxlist meir af fræjum á Suðurlandi en norðan til á Iandinu.
Þótt það megi telja víst, að skógarnir hjer á landi
æxlist einkum af knöppum, þá eru samt mörg atriði í
æxlun skóganna og lifi, er vér vitum lítið eða ekkert
um, enn sem komið er. Alt þetta hefur svo lítið verið
athugað. Það skiptir þó mjög miklu, að fá sem ná-
kvæmastrar þekkingar á þessum hlutum. Vjer getum
eigi vitað til fullnustu hversu hyggilegast er að höggva
skógana og haga annari meðferð þeirra fyr en vjer
þekkjum betur æxlun birkitrjánna og lifnaðarháttu. En
einkurn mundum vér þó sakna þessarar þekkingar ef
farið væri að reyna að gróðursetja birki hjer á landi,
og gera aðrar tilraunir til trjáræktar. Einstöku sinn-
um hefur verir reynt að gróðursetja hjer birki, en
það hefur nálega ávalt mistekizt. Eigi vitum vjer
hvað þessu veldur, en þó er eigi ólíklegt, að súsjesök-
in, að fræpiantan sje síður fær til að standast í stríð
inu við kulda og óblíðu náttúrunnar en knappplantan,
en allar þær birkiplöntur, sem gróðursettar eru, eru
fræplöntur. Knappplantan lifir í sambandi við móður-
rótina þangað til hún hefur fengið nægan þroska til
að lifa sjálfstæðu lífi. Eu hitt vitum vér eigi, á hverju
þroskastigi plantan er, þá er hún losnar við móðurrót-