Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 75
71
ina. Eg hygg að vísu að knappplönturnar hafi náð
allmiklum þroska áður en þær fara að lifa sjálfstæðu
lífi. Það væri mjög nauðsynlegt að fá fulla þekkingu
í þessu efni, því að það mætti verða til mikillar leið-
beiningar ef farið væri að gera tilraunir til birkiræktar.
Það er eigi óhugsanda, að rækta mætti fræplönturnar í
görðum, og ala sjerstaka önn fyrir þeim þangað til þær
hafa náð líkum þroska og knappplönturnar hafa, er þær
losna frá móðurrótinni; svo mætti taka plönturnar upp
úr garðinum og gróðursetja þær, þar sem þær eiga að
lifa og ná fullum vexti. Þó er það ætlun mín, að knapp-
plönturnar sje orðnar svo þroskaðar, er þær losna frá
móðurrótinni, að eigi sje til þess að hugsa, að rækta plöntur í
görðum þangað til þær hafa náð svo miklum vexti, og
gróðursetja þær síðan þar sem þær eiga að lifa og mynda
skóg. Eg nefni þetta atriði svo sem dæmi, en það má
segja hið sama um margt annað í lífi skóganna hér á
landi, að vjer vitum lítið eða ekkert um það. Það
skiptir mjög miklu, að einhverjir verði til þess, að at-
huga og rannsaka sem nákvæmlegast lifnaðarháttu skóg-
anna, æxlun þeirra og útbreiðslu, því að fyr vitum vjer
eigi til fulls hvernig vjer megum bezt og hyggilegast
vernda þær skógarleifar, sem eptir eru í landinu, og
því síður vitum vjer hver aðferð mundi vera vænlegust
til þess að rækta birki hjer á landi.
Flestar tilraunir hafa mistekizt, er gerðar hafa verið
hjer á landi til að rækta birki. Þó hafa fáein birki-
trje lifað og náð nokkrum vexti, er gróðursett hafa ver-
ið. Að þessar tilraunir hafa tekizt svo illa, er líklega
að miklu leyti sprottið af vankunnáttu og rangri aðferð.
Þekkingin á lifnaðarháttum birkitrjánna hjer á landi
er enn mjög lítil og ófullkomin, og tilraunir þær, er
gerðar hafa verið til að rækta birki, eru fáar og ófull-