Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 76
72
komnar. Það sýnast vera miklar líkur til, að hjer á
landi mætti rækta birki, þar sem það er hin eina trjá-
tegund, er vex hjer vilt til nokkurra muna. Þó mun
æxlunarháttur birkisins vera þannig lagaður hjer á landi,
að ræktun þess verði nokkuð vandasöm og erfið. Sje
svo, sem eg þykist mega telja víst, að birkið æxlist
mest af knöppum hjer á landi, og ungplönturnar losni
eigi frá móðurrótinni fyr en þær hafa náð miklum þroska,
þá er von að birkiræktin verði hjer miklum erfiðleikum
bundin, einkum fyrst í stað. Það er ávalt erfitt og
vandasamt, að gera plöntunum þá lifnaðarháttu eðlilega,
er þær hafa lítt eður eigi vanizt við. Hjer vantar
reynzlu og þekkingu svo sem í mörgu öðru.
Keynirinn hefur þrifizt bezt þeirra trjátegunda, er
hjer hefur verið reynt að rækta, enda vaxa hjer nokk-
ur reynitrje vilt á einstöku stöðum. Einna mest hef
eg sjeð af reyni í Ásbyrgi, og í skóginum'á Hreðavatni
og Laxfossi í Borgarfirði. Það er eigi líklegt, að barr-
trje megi þrífast hjer á landi, því að þau þola
illa rakasamt loptslag. í Rússlandi vaxa barrtrjen norð-
ar en birkið, af því að loptið er þar svo þurt. í Sví-
þjóð og Noregi vex birkið norðar, af því að þar er raka-
samara. Þó er enn rakasamara hjer á landi. Það er
þó eigi með öllu ólíklegt að fjallfura (pinus montana)
mætti þrífast hjer, því að hún þolir betur rakafulla
vinda en önnur barrtrje. Hún er hin eina trjátegund,
er tekizt hefur að rækta til nokkurra muna á vestur-
strönd Jótlands.
Það er eigi örvænt, að takast mætti að rækta lijer
nokkrar útlendar trjátegundir, þótt hitt sje víst, að það
mundi ganga illa fyrst í stað. Sú trjátegund, er eigi
þolir loptslagið og veðráttuna fyrst, getur þolað það,
þá er hún fer að venjast því; hún lagar sig smám