Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 77
73
saman eptir loptslaginu (akklimatiserast). Vaxtaraðferð
hennar og skapnaður breytist í þá átt, að hún verður
færari til að standast þá baráttu, er hún verður að heyja
fyrir tilverunni í nýju vístinni; en er hún kom fyrst,
var hún eigi við því búin, að þola þann mótblástur
náttúrunnar, er hún hafði eigí áður mætt. Ársspirurn-
ar eru langar og grannar, er myndast meðan trjeð er
óvant loptslaginu hjer, og fyrir því þola þær illa vetr-
arkuldann; en er trjeð fer að venjast loptslaginu, verða
spírurnar miklu styttri, en digrari og kraptmeiri, og
fyrir þá sök verða þær færari til að þola vetrarkuldann
en áður. Trjen breytast á ýmsa vegu, og laga sig
eptir loptslagi, jarðvegi o. fl., þá er farið er að rækta
þau á einhverjum stað, þar sem þetta er öðruvísi en
þau hafa vanizt.
Skógrækt er mjög kostnaðarsöm, og þó hlyti hún
að verða enn kostnaðarsamari hjer en í öðrum löndum.
Það er því eigi líklegt að hjer geti nokkurn tíma orðið
skógrækt til mikilla muna. Það væri til mikillar ánægju
og prýði, ef trje yxu alment í görðum eða með fram
túngötum. Ef þetta yrði, mætti það og verða vísir til
annars meira.
Hvað sem sagt verður um þetta, þá varðar þó hitt
mestu, að þeir skógar sje rækilega verndaðir, sem til
eru í landinu. Sjerhver skógur hefur blómgast og þrosk-
ast, er verndaður hefur verið um allangan tíma, og svo
mun enn verða. Skógarnir hljóta að þroskast og auk-
ast ef þeir eru verndaðir, og hyggilega er með þá farið.
Ef þjóðin vaknar til ástar og ræktarsemi við ættland
sitt, þá mun landið „yngjast og Uómgast aptur á ný“,
svo sem sjera Ólafur á Söndum sagði fyrrum. Sólar- ^
hitinn er að vísu lítill á voru kalda landi, en þó mundi
margt lifna og blómgast, er nú er dautt og visið, ef ætt-
jarðarástin væri heitari en hún er.