Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 78
Hvernig borgar sig búskapur í sveit?
„Bú er landstólpi11, segja menn, og sveitabúskapur
er aðalatvinnugrein eða önnur aðalatvinnugrein landsins.
Það er því mjög eðliiegt, að hver sem hugsar um
„landsins gagn og nauðsynjar“ leggi þessa spurningu
fyrir sig, einkum þó nú á síðari árum, þá er „strákar
allir stökkva úr landi“, og reynt er af öllum kröptum
að vekja hjá þjóðinni óánægju með land sitt og kjör,
og telja henni trú um, að hjer sje ekki lífvænt, bezt
sje að hafa sig á brott hjeðan sem allra fyrst.
Þessari spurningu: Hvernig borgar sig að búa í
sveit? er alls eigi neitt svarað með því, þótt bent sje á
fátækt ýmsra bænda, talað um að þeir vinni baki brotnu,
og hafi þó ekki málungi matar, því að slíkt brennur við
í öllum löndum, eins og líka hitt svarið er heldur ekki
fullnægjandi, að benda á beztu bændurna, og dæma
sveitabúskapinn eptir þeim. Það má á hvorugan flokkinn
einblína. Það þyrfti að hafa fyrir sjer búreikninga,
bæði frá ríkum og fátækum, til þess að geta svarað
spurningunni rjettilega. Það þyrfti að geta sjeð hve
mikla upphæð bóndinn hefur árlega til fæðis og klæðis
sjer og heimili sínu. Ef auðið yrði að sýna fram á það
með rökum, og bóndinn kæmist að raun um það, að
það er eigi síður lífvænlegt fyrir hann að búa í sveit
á íslandi, en að búa annars staðar, eða reka atvinnu
við sjó, eða liafa föst laun fyrir eitthvert starf fyrir