Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 80
76
Gjöld búsins:
Opinber gjöld og afgjald jarðarinnar .... 150 kr.
Renta af(100ám oglOOlömb.) 1500 kr. 5°/0 75,00
-----(4 kúm) 400 kr. ... — 20,00
-----(7 hrossum) 500 kr. . . — 25,00 120 kr.
Yanhöld á fjenaði á ári.................100 —
Kaup handa 2 vinnumönnum . . . 200 kr.
— — 3 vinnukonum .... 150 —
— — 1 smala........... 50 — 400 —
Gjöld samtals 770 kr.
Tekjuafgangur 2296 kr. Ef eg geri ráð fyrir hjónum
og 4 börnum, alls 12 manns í heimili, hefur þessi bóndi
tæpar 200 kr. á ári til fæðis og klæðis sjer og heimilis-
fólki sínu að meðaltali fyrir hvern.
Eg geri kýrnytina að eins 2500 pt., eins og
E. Br., jafnvel þótt Jón Jóakimsson hafi haft 20 ára
reynslu sína fyrir 3000 pt. nyt að meðaltali, sbr. Bún-
aðaritið 3. og 4. ár, bls. 186. Svo fylgi eg og E. Br.
í því að reíkna mjólkurpottinn að eins 12 aura, og tek
ekki tillit til þess, að hann kostar að jafnaði í sjóplássum
18—20 aura.
Ærnytina reikna eg líka eins og E. Br., 33^/a pt.,
þótt sumir hafi reiknað hana 44 pt.
Ullina reikna eg jafnmikla og E. Br., en ullar-
verðið að eins 70 au„ með því ullin hefur fallið svo í
verði síðustu árin.
Að reikna veturgamla kind 11 kr. er nokkuð hátt
eptir fjárverði síðustu 2 árin, en ef gætt er að fjár-
verðínu síðustu 5 árin lætur það nærri lagi. Svo ber
og þess að gæta, að upphæðin fyrir sláturfje yrði þó
enn hærri, ef gert væri ráð fyrir að bóndinn slátraði
nokkru af fullorðnum sauðum, því að verðmunur á þeim
og veturgömlu fje á blöðvelli, og ull af þeim frá því