Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 81
77
þeir eru veturgamlir, nemur miklu meira að meðaltali
en fóðri þeirra.
í opinberum gjöldum tel eg ekki útsvar til fátækra,
því að það er svo mismunandi á ýmsum stöðum.
Eg geri ekki ráð fyrir neinum tekjum af trippa-
sölu, með því að allmargar sveitir hafa engar tekjur
af því; eg Iæt það mæta ynging á hrossunum.
Eg hygg að það sje ekki illa í lagt, að 5—6
fullvinnandi menn geti aflað heyja víðast hvar á land-
inu handa 200 fjár, 4 kúm og 7 hestum i hverju meðal-
ári. Að sjálfsögðu fer slíkt eptir mismunandi heyfalli
jarða, langræði við heyflutning, útigangi og ýmsu fleira.
Til samanburðar þessum reikningi má taka kaup-
staðarbúa, sem líka á 4 börn, hefur 2 vinnukonur og
2000 kr. í árslaun.
Hann greiðir í húsaleigu og opinber gjöld . . . 400 kr.
Kaup handa 2 vinnukonum .......................100 —
Alls 500 kr.
hefur hann þá um 188 kr. handa hverjum til fæðis og
klæðnaðar á heimili sinu á ári, eða um 4 kr. minna
eptir þessum reikningi fyrir hvern árlega en bóndi sá,
sem eg hef tekið dæmi af.
Einhver kann að segja, að þessi samanburður sje
ekki alls kostar rjettur, með því að fleiri börn sje gerð
kaupstaðarbúanum eptir heimilisfólksfjölda, heldur en
hinum; þau borði minna en fullorðnir menn, sem að
vinnu ganga, og þuríi hann því tiltölulega minna til
fæðis handa heimili sínu, heldur en sveitabóndi þessi.
En þess ber þá einnig að gæta, að kaupstaðarbúinn
þarf miklu meira að kosta til klæða og skæða handa
sjer og sínum heldur en sveitabóndinn. Það er ekkert
tiltöknmál, þótt þeir sem ganga að líkamlegri stritvinnu
sje í gömlum stagbættum klæðum, en kaupstaðarbúi,