Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 83
Um hina helztu sjúkdóma og kvilla
búpenings vors,
sjerflagri inuvortis, og- nokkur ráö og lyf við þeim.
Niðurlag ritgerðar samskonar í 6. og 7. ári Búnaðarritsins.1
Eptir Stefán Sigfússon.
Eg hef í ritgerð þessari, eins og ekki leynir sjer
í því, sem þegar er komið af henni út í Búnaðarritinu,
lagt grundvöllinn þannig, að eg hefi tekið líka og að
almannadómi skylda kvilla saman í heildum, upphaflega í
þeim tilgangi að gera almenningi hægra með að bera
þá saman og glöggva sig á þeim, og eptir því sem
föng eru á, fá með því nokkru fullkomnari þekkingu á
þeim, og þá einkum ráðum og lyfjum þeim liinurn ýmsu,
sem til eru tínd, og eg þykist því með þessari tilhögun
hafa unnið það, að val hinna ýmsu lyfja og ráða er
talsvert auðveldara og vandaminna við að eiga, auk
þess sem mun hægra er að greina sundur sjúkdómana,
ef um skylda og líka er að lesa í einum og sama kafla
J) Málið á ritgerð þessari er eigi svo vandað sem vera skyldi,
en að öðrn leyti kefur kún svo marga og mikla kosti, að eigi kefur
þðtt gerlegt að kafna kenni. Það verður og að vera köfuðætlunar-
verk Búnaðarritsins, að flytja nytsaman fróðleik um atvinnuvegi
landsins, og eptir því verður einkuui að meta gildi sjerkvorrar rit-
gerðar. Hitt þykir þó útgeföndunum engan veginn lítils-vert, að
málið sje sæmilegt. S. E.