Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 84
80
samantekna, og svo í þriðja lagi það, að með þessari aðferð
hefi eg komizt hjá að nefna og ítreka upp aptur og
aptur mörg hin algengari húsráð og lyf, við kvillum
búpenings vors, er ekki hefði getað orðið, hefði eg, líkt
og í flestum lækningabókum er gert, einskorðað og
tekið hvern kvilla út af fyrir sig; og með þessu hef
eg þá bæði sparað lesendum og afnotendum þessarar
minnar ófullkomnu dýralækningaritgerðar tíma, og svo
Búnaðarritinu pappír að nokkrum mun o. s. frv. En
svo hef eg líka með aðferð þessari gert mjer sjálfum
verkið talsvert vandasamara og erfiðara viðureignar,
er eg bezt finn nú, er eg býst við að koma botninum í
það. Þó mun eg ekki breyta þessari tilhögun á saman-
tekning sjúkdómanna í því sem hjer eptir er að nefna,
og þannig er eg tek fyrir hrossasóttina, kem eg jafn-
framt til að nefna tvo allalmenna kvilla, jafnframt
henni, sem sje harðlífi, og uppþembu, sem því, ef þeir
koma fyrir út af fyrir sig í skepnum, verður helzt að
lesa sjer til um hjer í næsta kafla. En að öðru leyti
er eg nú langt kominn með hina almennari kvilla bú-
penings vors, þótt yfirskriptirnar eða kaflarnir sje ekki
margir talsins orðnir, er aptur af hinni nefndu tilhögun
með samsteyping hinna líku kvilla leiðir. Um bráða-
sóttina mun eg ekkert rita hjer að sinni; það lítur líka
svo út sem þingi voru sje lítið ant um að fá frekari
upplýsingar henni viðvíkjandi, er það neitaði um lítil-
fjörlegan styrk til þess starfa. En í kaflanum hjer um
miltisbráðadauða má raunar hliðsjón hafa af því ráð-
lagða, einnig með bráðasótt, en þeir sjúkdómar ætla
sumir að náskyldir sje, og hefi eg því haft þann kafla
allítarlegan og fjölorðan.