Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 85
81
IY. Hrossasótt (hrossafaraldnr),
iörakTOÍsa eöa kveisa (Colik), stílla, liarðlíii, uppþemka o. s. frv.
Öll vor hús- eða alidýr geta fengið iðrakveisu, en
einna hættast er hestunum við henni, og er hún í þeim
með ýmsu móti nokkuð og af ýmsum völdum; jórtur-
peningi, og þá einkum kúnum, er öllu hættara við
uppþembuveiki, en þó getur bæði hún, sem og líka
stífla ýmiskonar og harðlíii, heimsótt öll heimilsdýr
vor, og orðið þeim að hnekki, heilsu- eða fjörtjóni.
Hrossasóttina verðum vjer að taka hjer nokkuð út
af fyrir sig, en það er allalgeng og gömul veiki hjer
á landi, og tekur margan, og þá ekki síst margan
góðan grip, og öllu heldur reiðhesta en aðra, og má
víða heyra hennar getið í gömlum bókum, eða hrossa-
faraldurs, en það nafn er nú raunar harðla óakveðið,
og svo er um veiki þessa einnig, að hún er ýmisleg á
fyrri og síðari tíð, og alls ekki hin sama, er hún hefir
tekið sig hjer og þar upp, þó hin eiginlega hrossasótt,
en það er það sem Danir og Þjóðverjar nefna „KoIik“,
sje ein og hin sama í rauninni. En við hina ýmislegu
hrossafaraldra getum vjer ekki dvalið hjer, enda mun
nú svo mega ætla, að lífsskilyrði þau, uppeldi, meðferð
m. m., sem hrosspeningur á þessum síðustu tímum á við
að búa, einkum að því er til mannanna nær, komi því
til leiðar, að slíkir faraldrar i hrossum, sem fyr á
tímum gengu svo allalment, og einkum svo stórkostlegir
opt, komi nú trauðlega fyrir hinir sömu, og svo verður
það hið liðna að eiga sig. En hrossasótt, jafnvel þann
dag í dag, er í sjálfu sjer engin eintæmd í sýkinga-
fræði peuings vors, heldur miklu fremur sameiginlegt
safn á ýmsum líkum, bráðum sjúkdómum hjá hestinum,
er yflr höfuð lýsa sjer með sárum iðraverkjum (kveisu),
vindi og einkum stíflu í þörmunum. — Vjer tökum þá
Búnaðarrit VIII. 6