Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 86
82
hrossasóttina fyrir hjer eins og vjer vitum hana al-
mennasta, en greinum haná þó í aðaltegundir hennar,
sem nokkurn veginn má optast þekkja sundur, og sem
er áríðandi í tilliti til lækningar hennar, en þessar
tegundir sýkinnar hjer um ræddar eru raunar 5 til 6, og
nefnast þær, af hinum ýmsu tilefnum og orsökum sínum,
þessum nöfnum: a) lcrampa- eða kœlingarlcveisa, sem
kemur af eða er samfara sinadrætti (krampa), og or-
sakast tíðum af kæling; b) stíflukveisa, sem stafar af
hægðaleysi og stíflu í görnunum; c) vindlcveisa, er or-
sakast af vindi í görnunum (uppþembu); d) bolgu- eða
blófflcveisa, sem kemur af bólgu innvortis, er annars
stundum að eins hærra stig einhverrar hinnar tegundar-
innar, og e) ormahveisa, stafandi af ormum. Af þessum
tegundum eru stíflukveisa og vindkveisa hinar tíðustu,
og svo sú kveisa, er af tilefninu nefnast mætti f) ofáts-
eða offylliskveisa (ofeldiskv.), sem raunar er að eins hin
sama og þessar tvær hinar síðastnefndu hjer.
Einkenni og umdœming: Hrossasótt (kveisu) munu
hestar fá hvort þeir eru úti eða ínni, í brúkun sem án
hennar, og tíðast án nokkurs fyrirvara. Veikin byrjar
þannig: Hesturinn verður alt í einu sýnilega órólegur,
fer að stjákla og krapsa í jörðina með framfótunum og
veifa taglinu; einnig taka menn eptir, að hann lítur
jafnaðarlega aptur með hlíð sjer til náranna, og gýtur
augunum á milli angistarlega til manns, eins og
hann vilji benda á hvar hann finni helzt til.
Hann myndar sig til að leggjast og legst opt,
en stendur jafnharðan á fæturna aptur, stappar þá
með framfótunum og slær á milli apturfótunum upp í
kviðinn, ber sig með taglinu og veltir sjer. Hann hefur
venjulega alls enga lyst til að bíta eða jeta, þó honum
boðið sje, því hann hefur auðsjáanlega mjög sára verki