Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 87
83
innvortis; óróleiki hans eykst æ meir, stundum með
smáhljeum á milli, er verkirnir sýnast sem dottnir niður,
en eptir hlje þessi versnar stórum aptur og er nú grip-
urinn altaf að leggjast níður og standa upp á víxl og
berja sjer; eyru hans og fætur eru nú snarpheit eða
þá hálfköld á milli (hita- og köldusótt), augun eru
stundum sem ætli þau út úr höfðinu og stundum slær
út um skepnuna hráslaga svita. Þetta má heita fyrsta
stig veikinnar, og byrjar nú brátt hið annað með svip-
uðum en öllum jafnharðari einkennum. Hesturiun fer
ekki að leggjast en slengist niður, sprettur aptur upp
og dengist aptur niður, spritar með fótunum eða kreppir
þá alla upp að kviðnum, reynir að bylta sjer á ýmsar
liliðar og nær stundum að liggja á hryggnum líka og
sperra fæturna upp, eða sezt á endann og virðist hafa
hægða þörf til baks og kviðar, en þær eru optast alveg
teptar, og valda tilraunirnar honum sýnilegs aukins
sársauka; stendur þá hesturinn stundum líka með alla
fjóra fætur saman undir sjer og með kryppu upp úr
bakinu; svo er og kviðurinn opt spentur mjög nú þegar
eða uppþembdur; þreifi maður á æð hestsins, er hún nú
mjög tíð ýmist, en annars lítil (smá slög). En þá koma
stutt verkjahlje á milli, er gripurinn stendur sem agn-
dofa; stöku sinnum merkist dálítið vindlos, eða slím
gengur frá konum; hann fær hita og svitasteypur og
stundum allharðar mæðikviður. Komi nú skepnunni
engin veruleg hjálp á þessu stigi veikinnar, byrjar all-
brátt hið þriðja og tíðum hið síðasta stig hennar.
Hesturinn verður sem æðisgenginn, hlýðir engu, en
dettur niður á milli, sem kipt væri undan honum fót-
unum; annars á hann uú bágt með að standa. Ef menn
taka eptir, verða menn nú þess varir að líkamshitan-
um fer að verða misskipt, svo skepnan er heit mjög
6*