Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 88
84
sumstaðar á líkamanum, og einkum þá um holbúkinn,
en köld framan og aptan eða neðan, svo sem á höfði
og fótum, hún fær svitasteypur um allan líkamann
og mæðihviður angistarlegar, og eru nú öll merki þess
að veikin sje orðin hin svonefnda Volgu- eða llöðkveisa;
því hún er jafnaðarlega afleiðing eða áframhald hinna
kveisutegundanna, þegar þær vara lengi, framt að sólar-
hring eða þar um bii — með því skepnan sýnir nú öll
merki þess, að hana hefur nú gripið regiuleg hitasóttar-
veiki, með brennheitum anda, glóandi augum og inn-
vortis bólgu; hesturinn kastast nú opt niður í síðasta
sinni, hann froðufellir og fær sinateygjur, eða hann
stirðnar til hálfs eða alveg upp Iifandi, og liggur þannig
opt lengi nokkuð með blaktandi augum og er það jafnan
hörmuleg sjón. — Þessi gangur veikinnar er þó eigi ávalt svo
reglubundinn, sem hjer er lýst, en stundum bera flest eiu-
kennin að í einu; ennfremur eru hljein milli verkjakvið-
anna all-löng, og hesturinn lítur eptirfóðrisínu, og færsjer
— manni opt til mikillar gleði — fáeinar kjapttuggur,
eða að drekka, en slík fróun í veikinni er optast ekki nema
um stundarsakir, og er enn enginn bati, en samt eru þessi
augnablikin mikilsverð, og einkar hentug til að gefa
hestinum inn, setja honum pípuna, núa hann o. s. frv.,
sem annars er alt í veiki þessari mjög ervitt viðfangs,
sökum hins mikla ókyrleika hans.
Að greina sundur hinar ýmsu nefndu tegundir
hrossaveikinnar eða kveisunnar, er ekki altjend svo
auðvelt, og einkum þá stíflukveisuna og vindkveisuna;
en hafl skepnan fyrirfarandi verið óvenjulega full, en
haft tregar hægðir og litlar, með góðri átlyst, þá fær
maður ekki ástæðulausan grun um, að hin fyrri tegundin
sje hjer fýrir; en aptur á móti, ef hún tekur þegar með
veikinni að þembast eitthvað, og einkum ef vindlos