Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 89
86
lítilfjörlegt merkist upp eða niður, og sárir verkir eru
með litlnm Ijetti milli hviðanna (o: stutt á milli þeirra),
þá mun það heldur eiginleg vindkveisa vera, sem að
skepnunni gengur. En nákvæmur og athugull maður
fær og líka rannsakað þetta nokkurnveginn, sem sje
með hendinni gegnum endaþarminn, því sé þar mikill
eða harður saur fyrir, er veikin stíflu- eða ofátslcveisa,
og ríður þá þegar á að fjarlægja þenna saur, sem opt-
ast má til mun með hendinni. — Kœlinga- og lcrampa-
Tcveisan, sem er þá, er skepnan hefur drukkið mikið af
köldum drykk heit, og líka máske sveitt mjög, eða kælzt
á einhvern hátt ónotalega eða snögglega, þekkist, auk
þessa, helzt af því, að verkjahríðarnar eru snöggar bæði
og ákafar í svipinn, en vara stutt, koma því að „með
hríðum“, en fylgir þeirri kveisu nálega aldrei uppþemba.
Hesturinn myndar sig hjer líka opt svo sem hann vilji
hægja sjer til kviðar og líka baks, en getur það opt
als ekki, og því er það, að þessi tegund Iíkist opt þvag-
teppunni. Það er vorkun þeim, sem lítt fróðir eru í
sjúkdómafræði allri, þó þeim hætti við að álíta þessa
kveisutegund hestsins að vera þvagteppu, og það því
heldur, sem sjaldnast verður vart við að hesturinn Iáti frá
sjer þvag sitt í krampakveisunni, með því sinateygjur
koma líka í blöðruhálsinn og herpa hann saman, en þó
verður að halda því föstu, að þvagteppa er alt önnur
veiki en þetta, og eitt merki til aðgreinigar þessara
sýkja er það, að gripurinn sækist als ekki í þvagteppu eptir
að leggjast eða liggur ekki yfir liöfuð, svo haga hríðarn-
ar sjer þar öðruvísi. (sjá síðar).
Ormakveisan, sem tíðast, kemur fyrir á ungum grip-
um, en að öðru leyti er lang-sjaldgæfust af kvillum
þessum, einkennir sig beinlinis við það, að ormar ganga
frá skepunni af og til með saurnum, og eru hægðir þær