Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 91
87
sjerstaka gát á þeim gripum, ef hægt er, bæði með það
að hlífa þeim við aðkæling snöggri, og varast að gefa
þeim svöngum megnt eða þembandi fóður (töðu, baunir
o. s. frv.)- Eptir því sem veikin er ákafari í byrjuninni,
er hún hættulegri, og verði einhverjar innri skemdir,
svo sem þarmar rifni eða því um líkt, er eðlilega bráð-
ur bani vís. Stafi stíflukveisan af tiltölulega miklu,
seig- og þungmeltilegu fóðri, er skepnan hafi jafnframt
gráðugt etið, en það er offyllislcveisa, þá er hún að jafn-
aði hin hættulegasta, og verki ekki stólpípan, eða önn-
ur ráð og lyf, sem við eru höfð, svo sem við hinni
vaxandi uppþembu á hinum fyrsta sólarhring, eða sjeu
öll merki þess, að í hana sje hlaupin bolgu- eða blóðkveis-
an, er ekki til neins annað en stytta henni stundir,
vilji maður ekki að hún sjálfdauð verði, sem jafnan
þykir Ieitt, hvert sem um hross og þá ekki síður naut-
gripi er að gera, því alt er því betur ætt af skepn-
unni, sem blóðið nær betur að tæmast úr henni, og
svo í annan stað er illhorfandi uppá kvalir þær, sem
þanuig sjúkar skepnur nálega ávalt auðsýnilega líða.
Ungar blóðríkar skepnur fá veikina venjulega talsvert
ákafari en gamlar eða magrar, en svo er mótspyrnuafl
líkama þeirra einnig mikið meira, og lyf verka fljótar
á þær, og því er umdæmingin hvað það snertir engu
lakari, ef eigi betri, en hjá hinum.
Orsakir veiki þessarar eru þegar að raestu teknar
fram við greinig hrossasóttarinnar í tegundir sínar, og
eru í höfuðatriðunum þessar: Hin jafnan óholla snögga
aflcœling hvort innvortis eða útvortis er; í öðru lagi
sjerhver áhrifamikil öregla eða hófleysa í fóðran, einkum
er um þungmeltilegt, æsandi og uppþembandi (megut)
fóður er að ræða; svo er það og mjög títt tilefni, að hið
þunga fóður er gefið rjett ofan í þunga brúkun gripsins, er