Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 93
89
þeir jeta það sem sje svo ótt, að það þegar hleypur
ólga í það í maga þeira (ofáts- eða græðgiskveisa). Að
síðustu má minna á það, að viss tilhueiging mun vera
hjá sumum hestum, fremur en öðrum, til kveisuveik-
innar, sem líklega þá er meðfædd, eða erfðslekja í melt-
ingarfærunum liggur til grundvallar; getur slíkt enda
stafað af einkennilegri lögun bótnlangans (Blindtarm)
hjá hestinum, sem gerir það að verkum, að fóðrið hefur
tilhneiging að safnast þar um of fyrir, og hnyklast sam-
an, áður enn það nær að berast inn í ristilinn, og er
auðskilið, að slíkt muni eigi vera auðvelt aðgerða, en
ætti að benda mönnum þó á, að „ala ekki upp“ undan
skepnum þeim er kvilla þenna hafa fengið eða er hætt
við honum.
Meðferd og lœkning: Það er hvorttveggja, að engir
dýralæknar eru til á voru fátæka Iandi, enda er
veiki þessari, hrossasóttinni, þannig háttað yfir höfuð,
að enginn tími er til að leita, langar leiðir máske,
hjálpar að, og ríður því bændum á í þessari veiki, sem
og i fleirum, að þekkja og hafa við höndina það er bæta
má. En aðalatriðið í meðferð og lækning þessarar veiki
er — „fyrir utan það að reyna að lina skepnunni þraut-
irnar, — einkum að losa um, og hleypa út bœði saur
þeim og vindi, sem þarraarnir er ofhlaðniraf; en afþví
þetta livorttveggja þarf sem allra fyrst að gerast, og
helzt hvorttveggja jöfnum höndum, því uppþemban og
svo þarmabólgan lætur ekki lengi bíða eptir sjer, þá
þarf hjer við duglega mannaðstoð og ötula hjálp. Það
má væntanlega gera ráð fyrir því, að mönnum sje
kunn hin náttúrlega þarmaJireyfing, sem við melting-
una á sjer stöðugt stað hjá öllum fullkomnari skepnum,
en hún miðar einkanlega til að aðskilja hin nýtilegu efni
fæðunnar frá hinum nytlausu, og svo að hrinda þessum