Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 94
90
síðarnefndu áfram og niður á leiðina og dragast þarm-
arnir í sífellu til þessa saman og teygjast sundur með
bugðuhreyfiugum, engu líkara en hreyfingum hjá slöngum
eða ormum. Sje nú þessi þarmahreyfing mjög daufleg
og lin, eða öldungis óregluleg, sem fyrir kemur opt í
sjúkdómum meltingarfæranna, þá veikist skepnan brátt.
Nú á þetta sjer stað sjerstaklega í þessari veiki, sem
allri stíflu í þörmunum, að hreyfing þeirra er mjög sein
og lin, og er því aðalhjálpin í sjúkdómi þessum sú, að
auka og styrlcja þarmahreyúnguna, jafnframt því, að
tæma hinn samansafnada saur í þeim, og lukkist þetta
hvorttveggja greitt, þá batnar skepnunni.
Lækningin í bráðasóttinni, hvers kyns raunar sem
hún er, byrjar þá fyrst á þessu tvennu: Til að efla
og styrkja þarma hreyfinguna, láta menn gripinn fyrst
hreyfa sig stödugt, sje þess nokkur kostur fyrir ákafa
veikinnar, og teymir maður hann þá ýmist um eða jafn-
vel niðar honum til með gætni, og svo tekur maður
til að núa hann rœJcilega með stórri heyvisk, striga eða
því um líku, bæði um nárana og kviðinn, og skulu við
það vera 2 menn sinn hvoru megin, og halda því áfram
svo lengi sem kostur er fyrir verkjahviðunum og óró-
leik hestsins. En með því hin aflvana þarmahreyfing
í veikinni fær ekki hrundið saurnum eðlilega áfram og
niður af skepnunni, þarf, og það jafnframt hreyfingunni
og núningnum, að setja gripnum iðuglega stólpípu, eða
þangað til hún nær að verka að gagni, og sje
svo mikið fyrir af hörðum saur í endaþarminum, að
pípan komi ekki að haldi, skal með hendinni, lýsis- eða
olíuborinni, ná honum burtu, og síðan aptur setja pípuna,
ef eðlilegar hægðir enn ekki koma. Núniugurinn fer
fram þegar skepnan hefur verkjahlje, hálftíma
til klukkutíma í senn ef hægt er, og ráða menn